is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24019

Titill: 
  • Um flugrétt og regluumhverfi flugfélaga
  • Titill er á ensku Air law and airline regulatory framework
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Flugsamgöngur eru einhver öruggasta leiðin til að ferðast og nýta milljónir manna sér þennan ferðamáta ár hvert. Færri gera sér þó e.t.v. grein fyrir því hversu flókið regluverkið sem flugfélög og aðrir aðilar innan fluggeirans starfa eftir eða hversu umfangsmikið og margþætt það er. Fluggeirinn hefur þó um langt skeið verið talin sú atvinnugrein þar sem hvað mestri faglegri reglusetningu er fyrir að fara og miða reglurnar yfirleitt að því að stuðla að auknu flugöryggi. Í þessari ritgerð er fjallað um tilkomu reglna í flugi, en reglur hafa fylgt flugi frá upphafi þess, og um regluumhverfi flugfélaga sem er sífellt að verða sértækara. Einnig er fjallað um grunnþætti flug- og geimréttar og helstu hugtök hans skilgreind.
    Ritgerðin fjallar um helstu stofnanir flugsins, helstu sáttmála sem gerðir hafa verið á sviði flugmála og hvernig regluverkið er í framkvæmd. Ritgerðin fjallar einnig um regluumhverfi íslenskra flugfélaga og hvernig hinar alþjóðlegu reglur flugsins eru aðlagaðar að íslenskum rétti. Sem þátttakendur í alþjóðlegu samfélagi getur þó komið upp sú staða að íslensk flugfélög verða að uppfylla skilyrði fleiri ríkja en Íslands svo að þeim sé heimilt að stunda millilandaflug.
    Í ritgerðinni er einnig fjallað um nokkrar umdeildar reglugerðir og tilmæli er varða flugmál og hversu mikilvægt er að vandað sé til verka við reglusetningu, enda getur annað m.a. leitt til þess að markmiðum um flugöryggi er ekki náð eða reglurnar leiða til óþarfa fjárútláta.
    Þá er einnig fjallað um ómönnuð loftför sem er ný tegund loftfara og um þróun reglusetningar er varðar þau.
    Að lokum er stuttur kafli um fræðastarf á sviði flug- og geimréttar.

Samþykkt: 
  • 28.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24019


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Um flugrétt og regluumhverfi flugfélaga.pdf1.22 MBLokaður til...31.12.2040HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Fríða.pdf294.12 kBLokaðurYfirlýsingPDF