is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24028

Titill: 
  • Tíðni og orsakir blóðnatríumlækkunar. Lyf sem orsakavaldur
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Inngangur: Blóðnatríumlækkun (SNa ≤ 135 mmól/L) er algengasta röskun sem orðið getur á jónefnabúskap líkamans og er talin hafa í för með sér aukna dánartíðni. Ákveðin lyf, t.d. þvagræsilyf, þunglyndislyf og flogaveikilyf, eru talin meðal algengra orsaka hennar ásamt fleiri þáttum. Markmið rannsóknarinnar var að kanna tíðni blóðnatríumlækkunar á bráðamóttökur (BMT) Landspítala, þ.e. bráðdeildina í Fossvogi og Hjartagátt við Hringbraut , sér í lagi tíðni og orsakir alvarlegrar natríumlækkunar (SNa ≤ 125 mmól/L) og hvaða lyf væru helstu orsakavaldar.
    Efni og aðferðir: Um er að ræða afturvirka faraldsfræðirannsókn þar sem gagna var aflað úr rafrænu sjúkraskrákerfi Landspítala fyrir alla þá, 18 ára og eldri sem komu á BMT árið 2014. Upplýsingar um lyf þeirra einstaklinga sem höfðu blóðnatríumlækkun og einstaklinga í pöruðum viðmiðunarhóp sjúklinga á BMT sem höfðu eðlilegt natríumgildi var aflað úr lyfjagagnagrunni landlæknis og þau borin saman. Einstaklingar með alvarlega blóðnatríumlækkun voru sérstaklega skoðaðir með tilliti til orsaka, meðferðar og afdrifa.
    Niðurstöður: Alls reyndust 1.785 (4,4%) einstaklingar með blóðnatríumlækkun og þar af 151 (0,37%) með alvarlega blóðnatríumlækkun. Tíðni natríumlækkunar óx með aldri og var yfir 13% meðal einstaklinga yfir 80 ára aldri. Konur voru í meirihluta þeirra sem voru með blóðnatríumlækkun (62,5%). Nýgengi blóðnatríumlækkunar meðal 18 ára og eldri árið 2014 var 1.142/100.000 íbúa höfuðborgarsvæðisins og nýgengi alvarlegrar blóðnatríumlækkunar var 96/100.000 íbúa innan höfuðborgarsvæðisins. Marktækur munur á notkun tíazíðlyfja, aldósterónblokka, flogaveikilyfja og PPI-lyfja en ekki SSRI-lyfja var milli þeirra sem höfðu blóðnatríumlækkun og þeirra sem höfðu eðlilegt natríumgildi. Lifun sjúklinga með blóðnatríumlækkun var marktækt verri en viðmiðunarhóps.
    Ályktanir: Blóðnatríumlækun er algeng, sér í lagi hjá eldra fólki, á BMT hérlendis og eru þær niðurstöður í takt við niðurstöður annarra þjóða. Tíazíð, aldósterónblokkar og PPI-lyf tengjast blóðnatríumlækkun meðal sjúklinga sem leita á BMT.

  • Útdráttur er á ensku

    Background: Hyponatremia (SNa ≤ 135 mmól/L) is the most common electrolyte abnormality and is believed to be associated with increased mortality. Certain drugs (such ans diuretics, antidepressants and antiepileptics) are considered to be a common cause along with other factors. The objective of this study was to evaluate the incidence of hyponatremia in emergency departments in the National University Hospital of Iceland (ER), especially severe hyponatremia (SNa ≤ 125 mmól/L) and which drugs were the major causes.
    Methods: A retrospective epidemiological study was performed using data collected from the electronic medical records system of the University Hospital for all patients, 18 years and older that visited the ER in 2014. Information on medicationuse of subjects who had hyponatremia and matched controls of ER patients with normal serum sodium levels was obtained from the drug database of the Directorate of Health. Patients with severe hyponatremia were closely examined with respect to causes, treatment and outcome.
    Results: In total, 1,785 (4.4%) patients were found to have hyponatremia, of whom 151 (0.37%) had severe hyponatremia. Prevalence of hyponatremia increased with age and was more than 13% in subjects over 80 years of age. Women were the majority of those with hyponatremia (62.5%). Incidence of hyponatremia among individuals over 18 years old was 1,142/100,000 population of the Reykjavik area and 96/100,000 for severe hyponatremia. There were significant differences in the use of thiazide, potassium-sparing diuretics, antiepileptics and proton pump inhibitors, but not for SSRI´s, between subjects with hyponatremia and the control groupwith normal serum sodium. Survival was significantly worse in the hyponatremia group.
    Conclusions: Hyponatremia is common in the ER, especially among older individuals and the results are in line with reports from other countries. Thiazides, potassium-sparing diuretics and proton pump inhibitors are likely culprits in many paitents.

Samþykkt: 
  • 28.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24028


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Guðrún Sigurðardóttir.pdf2.21 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Guðrún Sigurðardóttir.pdf27.48 kBLokaðurYfirlýsingPDF