ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2403

Titill

Próffræðilegir eiginleikar spurningalista um tilfinningastjórn og tilfinninganæmi og tengsl þeirra við húðkroppunaráráttu

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga próffræðilega eiginleika tveggja spurningalista,annars vegar Difficulties in Emotion Regulation Scale (DERS) sem mælir tilfinningastjórn og hins vegar Emotion Reactivity Scale (ERS) sem mælir tilfinninganæmi. Einnig var athugað hvort erfiðleikar í tilfinningastjórn og tilfinninganæmi tengdust einkennum
húðkroppunaráráttu. Þátttakendur í rannsókninni voru 306 háskólanemar á aldrinum 18 til 53 ára. Niðurstöður þáttagreiningar á DERS listanum voru í samræmi við fyrri rannsókn þar sem fengust út 6 undirþættir. Á hinn bóginn bentu niðurstöður þáttagreiningar á ERS listanum til þess að einn þáttur væri lýsandi fyrir gögnin. Tilfinninganæmi reyndist tengjast húðkroppunaráráttu en hins vegar ekki erfiðleikar í tilfinningastjórn.

Samþykkt
4.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
Proffræðilegir_fixed.pdf250KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna