is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24048

Titill: 
  • „Working on it“ Einkunnarorð innleiðingar á WorkPoint hjá Ríkiskaupum
  • Titill er á ensku "Working on it" A motto for the implementation of WorkPoint at Ríkiskaup
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar var fyrst og fremst að kanna hvernig innleiðing á WorkPoint hjá Ríkiskaupum gekk fyrir sig og skoða hvernig starfsfólk tók þeirri breytingu sem nýtt kerfi fól í sér. Einnig var skoðað hvernig fræðslumálum hefði verið háttað, hvort allir starfsmenn hefðu fengið kennslu og að kanna hvort og hvernig starfsmenn notuðu kerfið. WorkPoint er stöðluð lausn sem byggð er á SharePoint frá Microsoft. Framkvæmd var tilviksrannsókn og notast var við eigindlegar rannsóknaraðferðir og vinnubrögð grundaðrar kenningar. Viðmælendur voru 11, sem rætt var við í hálfstöðluðum viðtölum. Átta viðmælendanna voru starfsmenn Ríkiskaupa, tveir voru starfsmenn þjónustufyrirtækisins sem kom að innleiðingunni og að lokum var einn viðmælandi starfandi skjalastjóri sem vann með SharePoint. Auk þess fékk rannsakandi í hendur fyrirliggjandi gögn frá Ríkiskaupum sem nýttust við rannsóknina. Niðurstöður sýndu að innleiðingin tókst nokkuð vel, en starfsmönnum fannst þeir þurfa frekari kennslu og þjálfun. Þeim fannst þeir ekki hafa kunnáttu til að nýta sér allt það sem kerfið bauð upp á. Það vantaði berlega eftirfylgni á annars góðum undirbúningi og fræðslu. Jafnframt mátti lesa úr gögnunum að nauðsyn væri að breyta vinnubrögðum og hugsunarhætti til að aðlaga sig að kerfinu en ekki öfugt. Það verður þó að hafa í huga að þegar viðtölin áttu sér stað voru einungis átta mánuðir liðnir frá því að kerfið var tekið til notkunar. Innleiðing af þessari stærðargráðu tekur tíma. Enn eru nokkur mál óleyst, til að mynda hvernig skuli standa að skylduskilum rafrænna gagna til Þjóðskjalasafns Íslands.

Samþykkt: 
  • 29.4.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24048


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Olga Sigurðardóttir.pdf1.15 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna