is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24070

Titill: 
  • „Ég meina, þetta er bara business“: Upplifun lesenda af áhrifum snyrtivörubloggara á kauphegðun og kostaðri umfjöllun
  • Titill er á ensku “I mean, it's just business“: The readers experience of the effect of beauty bloggers on buying behaviour and sponsored posts.
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Aldrei hafa blogg verið jafn vinsæl og þau eru nú og eru bloggarar einn áhrifaríkasti viðmiðunarhópurinn þegar kemur að kauphegðun neytenda. Hefur því færst í aukana að fyrirtæki fari í samstarf með bloggurum með það markmið að kynna vörur sínar og þjónustu. Fyrirtæki gera það með því að kosta umfjöllun á bloggsíðum og borga bloggaranum annað hvort með peningum eða vörum í þeirri von að fá í staðinn jákvæða umfjöllun. Kostuð umfjöllun felur í sér ákveðinn ávinning fyrir neytendur en auðvelt er fyrir þá að nálgast upplýsingar um vörur og þjónustu þegar þeir eru í kauphugleiðingum eða kynnast nýjum vörum sem þeir vissu ekki af áður. Mikilvægt er þó fyrir markaðsfólk að vanda val sitt þegar þeir starfa með bloggurum og þarf að huga vel að trausti og trúverðugleika.
    Markmið þessarar rannsóknarritgerðar var að rannsaka upplifun lesenda af áhrifum snyrtivörubloggara á kauphegðun og af kostaðri umfjöllun á bloggsíðum. Settar voru fram tvær rannsóknarspurningar: „Hvernig upplifa lesendur áhrif snyrtivörubloggara á kauphegðun þeirra?“ og „Hver er upplifun lesenda af kostaðri umfjöllun á snyrtivörubloggum?“
    Framkvæmd var eigindleg rannsókn þar sem gögnum var safnað með djúpviðtölum við sjö kvenmenn sem hafa það sameiginlegt að lesa snyrtivörublogg reglulega. Helstu niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að snyrtivörubloggarar hafa veruleg áhrif á kauphegðun lesenda sinna og með auknum blogglestri versla lesendur meira magn af snyrtivörum, þá helst vörur sem bloggarar mæla með. Einnig leiddu niðurstöðurnar í ljós að kostuð umfjöllun á bloggsíðum er umdeild og er hætta á því að bloggarar missi trúverðugleika sinn þegar þeir birta mikið magn af kostaðri umfjöllun. Aftur á móti eykur það trúverðugleika bloggara ef þeir eru duglegir að taka það fram ef um kostaða umfjöllun er að ræða. Það má því segja að gagnsæi og heiðarleiki sé gífurlega mikilvægur eiginleiki í fari bloggara.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24070


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BS - Alexandra Bernh. Guðmundsdóttir.pdf686.08 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna