is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24075

Titill: 
  • Hvernig tækifæri gefast: Atvinnustefna og ákvarðanataka í atvinnumálum hjá Akraneskaupstað og Norðurþingi
  • Titill er á ensku Employment Affair Policy and Decision-making by the Local Government in the Municipalities Akraneskaupstaður and Norðurþing
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru stefna tveggja sveitarfélaga í atvinnumálum og ákvarðanataka þeirra í málaflokknum til skoðunar. Sveitarfélögin sem um ræðir eru Akraneskaupstaður og Norðurþing. Rannsóknin náði yfir fjögur kjörtímabil, það er 2002–2006, 2006–2010, 2010–2014 og 2014–2018. Málefnasamningar og sú atvinnustefna sem birtist í þeim voru skoðaðir og greindir út frá því hvort samfella væri í málaflokknum á milli kjörtímabila.
    Þá voru ákvarðanir nefnda sveitarfélaganna og sveitarstjórna þeirra á kjörtímabilinu 2010–2014 teknar til nánari skoðunar með tillit til þess hvort þær væru í samræmi við ríkjandi stefnu í málaflokknum.
    Rannsóknaspurningin sem lögð var til grundvallar rannsókninni er þessi:
    • Hvernig endurspeglast sú atvinnustefna sem birtist í málefnasamningum sveitastjórna Akraneskaupstaðar og Norðurþings í ákvarðanatöku þeirra varðandi atvinnumál?
    Í rannsókninni kemur fram að málefnasamningar sveitarfélaga eru ekki jafn aðgengilegir og hefði mátt ætla. Þá kemur einnig fram að stefna sveitarfélaga er sjaldnast samfelld á milli kjörtímabila heldur tekur ný stefna gildi við upphaf nýs kjörtímabils.
    Helstu niðurstöður rannsóknarinnar eru að almennt byggja ákvarðanir sem teknar eru á vettvangi sveitarstjórna ekki á ríkjandi stefnu en þær eru heldur ekki teknar í andstöðu við stefnuna. Af þeim ákvörðunum sem tengjast stefnu sveitarfélaganna í atvinnumálum eru flestar í samræmi við stefnu.

  • Útdráttur er á ensku

    This research describes the employment affair policy of the municipalities Akraneskaupstaður and Norðurþing and their decision-making in the field considered. The research covers the election periods from 2002–2018. The coalition agreements and the employment affair policy that appeared there were analysed to find out whether there was a continuity between election periods. Decisions made by the local government on the election period 2010–2014 period were examined in terms of compliance between decisions and existing policy in the field.
    The main question that lead the research was:
    • How does employment affair policy that appears in coalition agreements made by local government in Akraneskaupstaður and Norðurþing affect decision-making on employment affair?
    The research shows that coalition agreements are not easily accessible. The report also states that employment affair policy is rarely continuous between election periods. But the main conclusions are that decisions that are made by the local government are generally not in an accordance with the employment affair policy, but they are also not taken in opposition to the policy. Of the decisions related to municipality employment affair policy, most are taken in accordance with policy.

Samþykkt: 
  • 2.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24075


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Hvernig tækifæri gefast mpa_i_opinberri_stjornsyslu HEI #LOKA#.pdf948.16 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Helena.pdf297.36 kBLokaðurYfirlýsingPDF