is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24086

Titill: 
  • Að slá í gegn. Græða íslenskar hljómsveitir á því að segjast vera frá Íslandi?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tilgangur rannsóknarinnar er að kanna tengsl á milli vörumerki íslenskrar tónlistar og Íslenskra tónlistarmanna og komast að því hvort þeir geti nýtt sér þau tengsl. Til að skoða þau nánar var farið vel ofan í saumana á vörumerkjafræðum áður en rannsóknin var framkvæmd. Rannsóknin sjálf var greining á umfjöllun um íslenska tónlistarmenn í breskum fjölmiðlum til að kanna vörumerki íslenskrar tónlistar. Niðurstöður sýna að íslensk tónlist er gríðarlega lituð af áhrifum Bjarkar og Sigur Rósar. Svo öflug eru þessi áhrif að hugtakið „Bjarkaráhrifin“ var skapað til að ná yfir þau. Rætt var sérstaklega um árangur íslensku hljómsveitarinnar Of Monsters and Men í því samhengi til að sýna hvernig umfjöllun um hljómsveit breytist þegar hún er ekki undir áhrifum Bjarkaráhrifanna. Leiða má líkur að því að klókir hljómsveitarmeðlimir geti nýtt sér vörumerki íslenskrar tónlistar sér til framdráttar ef þeir lúta ákveðnum skilyrðum.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24086


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Að+slá+í+gegn.pdf1.9 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna