ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/241

Titill

Að sinna sálfélagslegum þörfum einstaklinga með krabbamein og aðstandenda þeirra : könnun meðal hjúkrunarfræðinga á mikilvægi, færni og framkvæmd

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna meðal hjúkrunarfræðinga hversu mikilvægt þeim finnst að sálfélagslegum þörfum einstaklinga með krabbamein og aðstandenda þeirra sé sinnt, hvernig þeir meta eigin færni til þess og að lokum hvort þeir sinna þessum þörfum. Þetta er mjög verðugt viðfangsefni til rannsóknar þar sem þetta eru mjög mikilvægar þarfir sem lítið hafa verið rannsakaðar.
Í úrtakinu voru allir hjúkrunarfræðingar á Handlækningadeild, Lyflækningadeildum I og II auk Kvennadeildar Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA), alls 49 hjúkrunarfræðingar. Þátttakendur voru 27 og var því svarhlutfall 55,1%. Spurningalisti með opnum og lokuðum spurningum var lagður fyrir þátttakendur og var rannsóknaraðferðin í senn bæði megindleg og eigindleg. Stuðst var við mælitæki sem heitir: Psychosocial nursing intervention: Perceived importance and skill level. Við úrvinnslu gagna var notast við tölfræðiforritið SPSS.
Helstu niðurstöður rannsóknarinnar voru að þátttakendur töldu mikilvægi þess að sinna sálfélagslegum þörfum mjög mikið en færni var ábótavant þó flestir teldu sig sinna þessum þörfum í einhverjum mæli. Enginn munur reyndist vera á niðurstöðum milli sjúklinga og aðstandenda hvað varðar mikilvægi, færni og framkvæmd. Þættir sem hjúkrunarfræðingar töldu letjandi voru vinnuálag, léleg mönnun og tímaleysi en hvetjandi þættir voru góð mönnun og nægur tími. Hjúkrunarfræðingarnir voru þeirrar skoðunar að fræðsluefni og grunnnám mætti bæta. Niðurstöðurnar eru í heildina jákvæðar og sýna að hjúkrunarfræðingar á FSA eru vakandi fyrir mikilvægi heildrænnar, fjölskyldumiðaðrar hjúkrunar.
Lykilhugtök: Sálfélagslegar þarfir – Einstaklingur með krabbamein – Mikilvægi – Færni – Framkvæmd

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
salfel-f.pdf201KBOpinn Að sinna sálfélagslegum þörfum einstaklinga með krabbamein og aðstandenda þeirra - forsíða PDF Skoða/Opna
salfel.pdf1,42MBOpinn Að sinna sálfélagslegum þörfum einstaklinga með krabbamein og aðstandenda þeirra - heild PDF Skoða/Opna