is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24109

Titill: 
  • Efnahagsbrot og valdatafl. Athafnamenn á Íslandi á fyrri hluta 20. aldar
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Fyrsti þriðjungur 20. aldar var tímabil hraðfara breytinga í íslensku atvinnulífi og þar gáfust ný sóknarfæri til þess að ná saman umtalsverðum fjármunum. Ferill nokkurra athafnamanna, embættismanna og stjórnmálamann fléttaðist saman á þessum árum með margvíslegum hætti og er sú flétta hér til rannsóknar.
    Ekki gekk allt eftir væntingum og snögg umskipti reyndu á þolrif samfélags, sem ekki var nægilega vel undir þau búið. Menn spiluðu djarft og fjármögnuðu áhættusöm viðskipti með lánsfé sem þeir fengu ótæpilega án þess að leggja fram trygg veð. Vanhugsuð útlánastefna átti þannig þátt í falli Íslandsbanka 1930. Hann hafði lánað nokkrum athafnamönnum stórar upphæðir til reksturs fyrirtækja og þrátt fyrir vanefndir og endurtekin gjaldþrot fengu sömu aðilar lán á lán ofan allt þar til yfir lauk. Orð leikur á um að athafnamenn hafi stundað margskonar fjármálamisferli á þessum árum og ekki er víst að allt sé sem sýnist um taprekstur og gjaldþrot fyrirtækja. Hafið er yfir allan vafa að fiskútflytjendur áttu þess kost að færa á einkareikninga fjármuni sem fara áttu á reikninga fyrirtækja þeirra. Aðferðir voru kunnar og á margra vitorði. Hinsvegar stuðluðu persónuleg sambönd og pólitísk hagsmunagæsla að óstjórn og komu í veg fyrir að tekið væri á fjármálamisferli í fyrirtækjarekstri. Meint afbrot athafnamanna voru raunar margvísleg og misstór og sumar ákærur kunna að hafa orkað tvímælis og ráðist af ásetningi um að koma höggi á pólitíska andstæðinga. Hér er áformað að skýra þessa mynd nánar með því að rannsaka feril nokkurra valinna athafnamanna, sem ýmist voru bitbein í pólitískri umræðu eða sættu ákæru á nefndu árabili. Jafnframt verða viðbrögð samfélagsins könnuð og pólitískar deilur sem náðu inn í raðir æðstu stjórnenda landsins og réðu miklu um feril þeirra. Þar er umræðan sem slík rannsóknarefni jafnt sem raunverulegir atburðir.
    Skömmu fyrir aldamótin 1900 komu tveir skoskir athafnamenn til Íslands og stofnuðu verslunarfyrirtæki í samvinnu við íslenskan athafnamann. Annar þeirra, George Copland, settist að á Íslandi og rak umsvifamikil viðskipti allt þar til fisksölufyrirtæki hans Geo Copland h/f varð gjaldþrota árið 1931. Copland gegnir hér lykilhlutverki, enda var hann um margt hinn dæmigerði athafnamaður þessara ára, framarlega meðal jafningja, og ekki er ósennilegt að hans líka megi finna enn á vorum dögum. Stórir atburðir þessa tímabils gerðust um og uppúr 1930 undir lok ráðherratíðar Tryggva Þórhallssonar og Jónasar Jónssonar, og á stjórnarárum Ásgeirs Ásgeirssonar. Tvennt ber þar einna hæst, fall Íslandsbanka ásamt eftirmálum og Behrensmálið, en í því síðarnefnda sætti Magnús Guðmundsson dómsmálaráðherra sögulegri ákæru.
    Deilur um kjördæmaskipan ullu stjórnarskiptum árið 1932, en margt bendir til að ástæður hafi ekki síður markast af deilum um pólitíska hagsmunagæslu og pólitískar ofsóknir þar sem nokkrir athafnamenn, bankastjórar, embættismenn og stjórnmálamenn koma við sögu.

  • Útdráttur er á ensku

    The first four decades of the 20th century were a period of significant change in the Icelandic economy. These changes created opportunities to accumulate wealth on a greater scale than ever before. The interests and actions of several entrepreneurs, public officials and politicians intertwined in various ways. This thesis studies the context of these relations.
    The society was ill-prepared for these changes in the economy and many enterprises failed due to the reckless behavior of entrepreneurs. One of the country's biggest banks – Íslandsbanki – was basically bankrupt in 1930 after lending substantial amounts to businesses without sufficient guarantees. It is suspected that economic crimes were committed in these years and it seems possible that some bankruptcies where staged as a method of dissolving lasting debts. Fish exporters, for instance, had the opportunity to hide a significant part of their revenue abroad. At the time, methods of hiding assets were commonly known, but personal and political connections prevented almost any official inquiry. The reaction of the society and the political debate during this period is a matter of interest. Political disagreement colored the Parliament and the government, which influenced the future of some eminent statesmen. The debate as such is a matter of research just as the real events. This thesis illustrates the situation by following the traces of businessmen, who were either a central figure in the political debate, or were accused of financial misconduct. The greatest events of this period took place in the first years of the thirties, such as the bankruptcy of Íslandsbanki and the change of government in 1932, after witch the former minister of justice accused his successor of helping a businessman pay illegally debts to only one of his creditors, when it should have been clear that a bankruptcy was inevitable. The reason for that change of government is commonly believed to be a disagreement between the political parties on the arrangement of electoral districts in Iceland. It seems, however, likely that a power struggle is an equally valid reason. That struggle involved a protection of political interests and an alleged political persecution concerning businessmen, bank directors, officials and politicians.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24109


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA-gso5-utg_3.5.16.pdf748.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_GunnaSveinbjörn.pdf311.6 kBLokaðurYfirlýsingPDF