is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni - Heilbrigðisvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2411

Titill: 
  • Úrræði framhaldsskóla fyrir nemendur með ADHD
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Nemendur í framhaldsskólum hér á landi fjölgaði mikið í kjölfar nýrra laga sem sett voru 1988. Með lagabreytingunni varð breyting á starfi skólanna sem fólst í því að framhaldskólinn var fyrir alla burtséð frá því hvort nemandi hafði náð lágmarksárangri á samræmdu prófunum. Með þessu fjölgaði mikið nemendum með sérþarfir í framhaldsskóla og því mikilvægt að skólar bjóði upp á aðstoð fyrir nemendur með hverskonar sérþarfir. Í þessari athugun var skoðað hvaða úrræði séu í boði fyrir nemendur í framhaldsskólum með ADHD. Í henni voru bornir saman framhaldsskólar á landsbyggðinni og framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu og skoðað hvort munur sé á úrræðum skóla sem vinna eftir áfangakerfi og þeirra sem bjóða upp á bekkjarkerfi. Upplýsingum var aflað úr 29 framhaldsskólum landsins. Aðeins einn fulltrúi úr hverjum skóla svarði spurningum um nemendur með ADHD. Aðeins fjórir skólar af 29 setja sérstakt vinnuferli í gang þegar nemandi sem er greindur með ADHD hefur þar nám. Allir skólarnir 29 bjóða upp á aðstoð í prófum og aðeins tveir skólar bjóða ekki upp á námskeið í námstækni. Munurinn á milli áfangakerfis og bekkjakerfis var aðallega sá að í skólum með áfangakerfi er boðið upp á fjölbreyttara nám, meiri sveigjanleika í námi og brautir sem gera ráð fyrir því að allir geti hafið þar nám. Þegar bornir voru saman skólar á landsbyggðinni og skólar á höfuðborgarsvæðinu var munurinn aðallega sá að meira samstarf virðist vera á landsbygðinni. Sérúrræði fyrir nemendur með ADHD eru ekki í boði í öllum framhaldsskólum og þess vegna er mikilvægt að nemendur kynni sér skólanna áður en þeir hefja nám.

Samþykkt: 
  • 4.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2411


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
urræði_pd_fixed.pdf255.46 kBLokaðurHeildartextiPDF