is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24120

Titill: 
  • Fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi 2002-2014 og áhrif laga nr. 162/2006 um fjármál stjórnmálastarfsemi og frambjóðendur og upplýsingaskyldu þeirra
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið rannsóknarinnar er að skoða fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi á árunum 2002-2014 en gögn um fjármál stjórnmálaflokka á Íslandi eru til opinber á vef Ríkisendurskoðunar frá árinu 2002. Lög um fjármál stjórnmálastarfsemi og frambjóðendur og upplýsingaskuldu þeirra voru samþykkt á Alþingi í desember 2006 og tóku gildi 1.janúar 2007. Markmiðið er að skoða af hverju lögin voru sett, hverju þau hafa breytt og skoða hvaða áhrif lögin hafa haft. Jafnframt eru fjármál stjórnmálaflokka og þá sérstaklega Framsóknarflokksins, Samfylkingar, Sjálfstæðisflokks og Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs skoðuð þar sem til eru samfelldar upplýsingar um fjármál þeirra frá árinu 2002. Einnig er leitast við að setja fjármál stjórnmálaflokka í kenningarlegt samhengi. Skoðuð er þróun í framlögum til stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna hvaðan framlög koma og hver hefur verið þróun í samsetningu þeirra frá árinu 2002 og hver áhrif lagasetning hefur haft á framlögin. Niðurstöður sýna að lagasetning um fjármál stjórnmálastarfsemi var löngu tímabær og lögin hafa aukið gagnsæi í bókhaldi stjórnmálaflokka en betur má ef duga skal til að auka traust á stjórnmálum á Íslandi.

  • Útdráttur er á ensku

    The purpose of the study is to examine the Icelandic political parties´ finances from 2002 to 2014. Official data is public and accessable at the National Icelandic Audit Office‘s website, dating back to the year 2002. Legislation on the finances of political parties, candidates and representatives, including their mandatory financial disclosure, was passed in December 2006, and implemented on January 1, 2007.
    The main objective is to examine why the legislation was passed, what changes it has caused and what impact it has had. Furthermore, the finances of the political parties are reviewed. The parties surveyed are the Progressive Party, Social Democrats, the Independence Party, and the Left Green Movement; since those parties have a continuous history of their finances, dating back to the year 2002.
    Another objective is to put the finances of the political parties in a theoretical context. The development of contributions towards political parties and politicians is assessed, analyzing where do they come from, how has their composition changed from 2002-2014, and what impact has the legislation had on those contributions.
    The conclusion is that the legislation concerning the finances of political parties and their representatives was long overdue. It has increased the transparency of the accounts of the political parties, but more needs to be done to increase confidence in politics in Iceland.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24120


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Sigrún Edda Jónsdóttir-nytt.pdf1.87 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_SigrúnEdda.pdf305.33 kBLokaðurYfirlýsingPDF