is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24121

Titill: 
  • Bók fyrir hvern notanda – notandi fyrir hverja bók. Litakóðun á barnadeild Bókasafns Árborgar
  • Titill er á ensku Every reader his [or her] book - Every book its reader. Color coding in the children´s department at the Árborg Library
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um tilraunaverkefni sem framkvæmt var á barnadeild Bókasafns Árborgar. Börn og unglingar eru framtíðarnotendur bókasafna og samband er á milli virkni þeirra í tómstundum- og félagsstörfum og þess að þau lesi sér til ánægju. Samkvæmt yfirlýsingu Menningar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNESCO) er eitt af lykilmarkmiðum bókasafna að styrkja læsi og örva lestrarvenjur barna. Tugflokkunarkerfi Deweys var þróað seint á 19. öld og snýst um að skipuleggja röðun bóka í hillur eftir efnisinnihaldi, frá hinu almenna til hins sértæka. Ýmis önnur kerfi hafa verið hönnuð í gegnum tíðina þar á meðal liðflokkunarkerfi Ranganathans en flokkunarkerfi Deweys er það kerfi sem hefur náð mestri útbreiðslu. Markmið breytinganna er að einfalda leit barna að bók við hæfi með því að draga fram efnisinnihald bóka með litum í stað þess að nota þriggja stafa flokkstölur án þess þó að útiloka flokkunarkerfi Deweys. Tilgangur breytinganna er að opna fyrir börnum þann ævintýraheim sem bækur bjóða upp á og auka um leið útlán bóka. Tekinn var góður tími í undirbúning og áætlun um framkvæmd breytinganna og samþykki forstöðumanns fengið fyrir þeim því við breytingar, af hvaða toga sem er, er stuðningur yfirmanna nauðsynlegur. Breytingarnar voru kynntar fyrir starfsfólki á fundi og fyrir notendum safnsins með bæklingi og merkingum á veggjum. Vinnustundirnar sem fóru í breytingarnar eru útskýrðar í töflum. Ekki hafa verið gerðar margar rannsóknir á skilningi barna á tugflokkunarkerfi Deweys en niðurstöður benda þó til að börn átti sig ekki á raðgreiningu flokkabóka í hillum enda kerfið ekki hannað með þau í huga. Litakóðun reynist hjálpleg við að draga fram með sjónrænum hætti efnisinnihald bóka fyrir börn sem eru að þróa lestrarkunnáttu sína. Við breytingarnar var lögmál Ranganathans haft að leiðarljósi. Stuðla þarf með öllum ráðum að yndislestri barna og auka áhuga þeirra á lestri sér til skemmtunar.

  • Útdráttur er á ensku

    The thesis discusses an experimental project conducted at the children‘s department at the Arborg Library, Iceland. Children and teenagers are the future users of libraries and there is a correlation between their recreational activities and reading for pleasure. One of the key mission in UNESCO‘s Public Library Manifesto is creating and strengthening reading habits in children at an early age. The Dewey Decimal Classification (DDC) was developed in late 18th century in order to assign books a location by topic, ranging from the general to the specific. Several other classification systems have been created, such as Ranganathan‘s colon classification, but the Dewey Decimal Classification is most widely spread. The project‘s goal was to simplify children‘s search for suitable books by defining different topics with colors instead of a three digit classification number but without eliminating the DDC. The purpose of the change was to introduce the world of books to children, and subsequently increase book loans. An ample time was taken to prepare and plan the project, with the approval of the head librarian. As with all change management, the support of managers is necessary. The changes were introduced to the staff at a meeting and the library users got a pamplet and markings on the walls. The working hours put into the project are presented in tables. There are not many researches on children‘s understanding of the Dewey Decimal Classification but results indicate that they do not grasp the idea behind the classification, understandably since it was not designed for children. The color coding proves to be helpful by visualizing the topics for children who are developing their reading skills. Ranganathan‘s Five laws of library science was used as a guide during the changes. Children‘s interest in reading for pleasure should be contributed to by all means possible and their overall reading increased.

Samþykkt: 
  • 3.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24121


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA ritg lokaskil.pdf3.99 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
HrönnESig.pdf350.16 kBLokaðurYfirlýsingPDF