ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Heilbrigðisvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2413

Titill

Líðan grunnskólakennara og mat á hegðun nemenda

Útdráttur

Tilgangur rannsóknarinnar var að athuga hvort líðan grunnskólakennara hefði
áhrif á mat þeirra á hegðunarvanda nemenda. Þátttakendur í rannsókninni voru 413
kennarar í átján grunnskólum í Reykjavík. Úrtakið var valið með tilliti til tveggja
þjónustumiðstöðva sem þjónusta níu grunnskóla hvor. Rannsóknin var gerð skólaárið 2007-2008. Lagðir voru fjórir listar fyrir grunnskólakennarana; (1) Listi sem saminn var til að afla almennra upplýsinga um þátttakendur meðal annars um almenna ánægju á vinnustað og spurningar um hegðunarvanda nemenda, (2) PSWQ listi sem
metur áhyggjur, (3) BAI listi sem metur kvíða og (4) BDI®-II sem metur einkenni
þunglyndis. Gerður var samanburður milli skólahverfa og athugað hvort
meðaltalsskor grunnskólakennara á listum um eigin líðan fylgdust að við mat þeirra á
hegðun nemenda sinna. Gert var ráð fyrir að hærri skor á listunum og erfiðari sýn á
hegðun nemenda færi saman. Niðurstöður voru að kennarar sem höfðu miklar áhyggjur, kvíða og einkenni þunglyndis voru líklegri til að meta hegðun nemenda sinna erfiðari en kennarar sem ekki skoruðu hátt á þeim listum. Þetta eru sambærilegar niðurstöður og áður hafa komið fram í rannsóknum á áhrif þunglyndis og annarra vanlíðan á mat foreldra á hegðun barna sinna.

Samþykkt
4.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
lakennara_fixed.pdf431KBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna