is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24142

Titill: 
  • Listin að lifa í heyrandi heimi: Fjölskylda, menntun og félagsleg tengsl döff fólks
  • Titill er á ensku The art of living in a hearing world: Family, eduation and social relationship of Deaf people
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Ritgerðin fjallar um uppvöxt, fjölskyldutengsl og skólagöngu döff fólks á Íslandi. Sjónum var beint að barnæsku þeirra og hvaða aðstæður þau bjuggu við á uppvaxtarárum sínum. Ritgerðin byggir á eigindlegri rannsókn sem unnin var með hléum á árunum 2005 – 2009. Viðtöl voru tekin við átta döff einstaklinga og byggir ritgerðin á persónulegri reynslu þeirra og frásögn. Rannsóknin leiddi í ljós að þátttakendur fjarlægðust smátt og smátt hinn heyrandi heim og mynduðu sterkari tengsl við aðra döff einstaklinga. Þessi breyting hófst strax í æsku þegar kröfur um meiri samskipti í leikjum koma í ljós. Ef foreldrar og systkini döff fólks tileinkuðu sér ekki táknmál gat það leitt til hindrana í samskiptum og jafnvel haft áhrif á fjölskuldutengsl viðkomandi einstaklinga. Döff þátttakendur rannsóknarinnar segja frá fyrstu minningum sínum og reynslu sinni af því að búa á heimavist Heyrnleysingjaskólans. Fjarlægðin frá fjölskyldu og heimahögum gat verið erfið fyrir lítið barn sem gerði sér ekki endilega grein fyrir hvað væri að gerast í lífi þess. Þá er fjallað um reynslu þátttakenda af skólakerfinu og mikilvægi Heyrnleysingjaskólans á mótunarárum þátttakenda og um samfélag og menningu döff fólks. Niðurstöður benda til þess að mikilvægt sé að tryggja að döff fólk hafi aðgengi að táknmáli í öllum aðstæðum, á heimili sínu, í skólanum, vinnunni og félagslífinu. Að þeirra mati er það forsenda fyrir vellíðan og velfarnaði í lífinu. Væru þær aðstæður fyrir hendi töldu þátttakendur sig standa jafnfætis heyrandi fólki, en það er sá hópur sem döff fólk ber sig gjarnan saman við fremur en aðra hópa fatlaðs fólks. Listin að lifa í heyrandi heimi felst í táknmálinu. Án táknmáls er döff fólk svipt getunni til að tjá sig, skilja umhverfi sitt og taka þátt í samfélaginu til jafns við aðra.

  • Útdráttur er á ensku

    This thesis describes childhood, family relationships and school experiences of Deaf people in Iceland, focusing on the conditions during their upbringing. The thesis is based on a qualitative study, which was conducted periodically during 2005 – 2009. Eight Deaf individuals were interviewed, and the thesis elaborates on their personal experience and narration. The study revealed that the participants slowly grew away from the hearing world, replacing it with stronger connections with other Deaf individuals. This substitution started in early childhood, when games and playing with hearing children began requiring more communication. If the parents and siblings of Deaf people did not learn Sign Language it could lead to barriers in communication, and even affect these individuals´ family relationships. The Deaf participants share their first memories and their experiences of living in the boarding school for the Deaf. Their distance from the family and their home environment was difficult for a young child, who did not necessarily realise what was happening in their lives and why they were taken away from their families. The thesis also discusses the participants’ experience of the education system, the importance of the Deaf School during their developmental years, as well as the Deaf community and culture. The findings indicate that it is important to guarantee Deaf people´s access to Sign Language in every situation: in their home, in school, at work and in their social life. In their opinion, it is the criterion for their well-being and welfare in life. Given these circumstances, the participants believed they were on equal footing with hearing people, which is the group that Deaf people tend to compare themselves with, rather than other groups of disabled people. The art of living in a hearing world lies in the Sign Language. Without Sign Language and Sign Language interpretation, Deaf people are deprived of the ability to express themselves, understand their environment, and participate in society on an equal basis with others.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24142


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Listin að lifa í heyrandi heimi MA-ritgerð.pdf1.16 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Kristjana.pdf327.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF