is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24146

Titill: 
  • Hvalfjarðargöng. Flaggskip einkaframkvæmdar á Íslandi?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í ritgerð þessari verður mat lagt á það af hve miklu leyti framkvæmd og síðar rekstur Hvalfjarðarganga var opinber aðgerð með hliðsjón af stjórntækjum og síðar rekstrarformi. Auk þess mun ritgerðin greina frá þeim stjórntækjum sem íslenska ríkisstjórnin beitti við undirbúning og framkvæmd gangnanna á sínum tíma. Við mat þetta verður notast við greiningu Lesters M. Salamons á stjórntækjum sem greint er frá í bók hans The Tools of Government: A Guide to New Governance, auk þess sem kenningum og hugtökum sem að málinu koma verða gerð greinagóð skil. Þá verður saga Hvalfjarðarganga rakin til þaula þar sem undirbúningur, framkvæmd, fjármögnun og rekstur gangnanna höfðu tvímælalaust áhrif hvaða stjórntækjum var síðar beitt við aðgerðina. Megin niðurstaða ritgerðarinnar er á þann veg að framkvæmd Hvalfjarðarganga hafi verið töluvert opinber aðgerð þrátt fyrir að framkvæmdin hafi verið í höndum einkaaðila. Skilgreining á þeim stjórntækjum sem hið opinbera beitti við aðgerðina veitir þeirri fullyrðingu byr undir báða vængi.

Samþykkt: 
  • 4.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24146


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA verkefni JonStefanHannesson.pdf1.47 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_JónStefán.pdf291.62 kBLokaðurYfirlýsingPDF