ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Félagsvísindasvið>Meistaraprófsritgerðir>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2421

Titill

Um eignarhald á jarðhita í íslenskum rétti

Leiðbeinandi
Útdráttur

Endurnýtanleg orka hefur verið nefnd hið eina knýjandi viðfangsefni alþjóðasamfélagsins á 21. öld. Ríkjum heims er brýn nauðsyn að taka höndum saman og leita leiða til að leysa af hólmi hefðbundna orkjugjafa sem byggja á nýtingu takmarkaðra auðlinda á borð við kol og olíu og hefur jarðhiti verið nefndur til sögunnar í þessu sambandi. Ísland er ríkt af ýmsum auðlindum og er jarðhiti þeirra á meðal. Jarðhitinn er til kominn vegna legu landsins á Atlantshafshryggnum en flekamót Evrópuplötunnar og Norður-Ameríkuplötunnar liggja þvert yfir landið frá suðvestri til norðausturs. Fyrsta svæðisbundna hitaveitan var tekin í notkun á Íslandi árið 1930. Jarðhiti var í fyrsta sinn virkjaður til raforkuvinnslu hérlendis árið 1969 er 3 MW jarðvarmavirkjun var reist í Bjarnarflagi í tilraunaskyni og svo aftur árið 1974 með byggingu 60 MW jarðvarmavirkjunar í Kröflu. Voru Íslendingar þar með í hópi brautryðjenda í virkjun jarðhita í heiminum. Aukin áhersla á þessi málefni fyrir Ísland og raunar heimsbyggðina alla til framtíðar, kallar á mikilvægi þess að fyrir liggi heildstæð umfjöllun um íslenskan rétt á þessu sviði. Tilgangur þessarar ritgerðar er sá, að fjalla um fræðilegar undirstöður eignarhalds að jarðhita, þróun íslenskrar löggjafar á þessu réttarsviði og loks að gera grein fyrir gildandi rétti.
Í kafla 2 verður vikið að almennum atriðum er snúa að fræðikerfi lögfræðinnar auk skilgreiningu á helstu hugtökum er koma við sögu í ritgerð þessari og nauðsyn er að kunna skil á. Í kafla 3 verður leitast við að rekja kenningar íslenskra fræðimanna á sviði eignaréttar og jarðhita með vísan til eignarhalds, auk þess sem fjallað verður um hugmyndir um almennar takmarkanir jarðhita sem eignarréttinda. Í kafla 4 verður forsaga íslensks réttar og íslensk löggjöf á sviði jarðhita rakin í sögulega samhengi allt fram til gildandi réttar. Í kafla 5 verður dómaframkvæmd á Íslandi rakin. Að síðustu verður umfjöllunarefni ritgerðar þessarar dregið saman í kafla 6 og niðurstöður kynntar.

Samþykkt
4.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
a_fixed.pdf52,0KBLokaður Forsíða PDF  
tti_fixed.pdf2,16MBLokaður Heildartexti PDF