is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24212

Titill: 
  • Ofbeldishegðun unglinga og reglur götunnar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Ofbeldishegðun unglinga er viðfangsefni sem áhugavert er að rannsaka, þá sérstaklega í ljósi félagsmótunar frá vinahópnum. Kenningin um menningarkima ofbeldis hefur í því samhengi verið notuð til þess að skýra hvers vegna sumir unglingshópar beita frekar ofbeldi en aðrir. Fyrri rannsóknir benda til þess að ungmenni hafi tilhneigingu til þess að tileinka sér gildi sem hvetja til ofbeldis, eða ákveðnar reglur götunnar (e. code of the street). Í ljósi niðurstaðna úr fyrri rannsóknum ákvað ég að gera rannsókn á íslenskum ungmennum sem byggjast á gögnum frá árinu 2006. Tilgátur rannsóknarinnar voru að fátækir einstaklingar, einstaklingar af erlendum uppruna og strákar trúðu frekar á reglur götunnar en aðrir. Einnig að fátækt, erlendur uppruni og kyn hafi marktæk jákvæð áhrif á bæði huglægt og hlutlægt ofbeldi ásamt því að reglur götunnar miðli áhrifum breytanna á huglægt og hlutlægt ofbeldi. Niðurstöður leiddu í ljós að fátækir einstaklingar, einstaklingar af erlendum uppruna og strákar trúa mun meira á reglur götunnar en aðrir. Breyturnar höfðu einnig jákvæð áhrif á huglægt og hlutlægt ofbeldi ásamt því að reglur götunnar sýndu miðlunaráhrif. Erlendur uppruni sýndi þó ómarktæk áhrif í nokkrum tilfellum. Tilgáturnar stóðust því að mestu leyti og voru niðurstöður í samræmi við fyrri rannsóknir.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24212


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ofbeldishegðun_unglinga_og_reglur_götunnar_Andri_Már_Magnason.pdf335.26 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_AndriMár.pdf298.79 kBLokaðurYfirlýsingPDF