is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24215

Titill: 
  • Harkað af sér meiðsli. Eigindleg rannsókn á íslenskum handknattleiksmönnum
  • Titill er á ensku Playing through injuries
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Handbolti hefur lengi verið ein vinsælasta íþróttagrein Íslands. Það getur falist mikil áhætta í því að stunda handknattleik þar sem íþróttin býður upp á mikla snertingu milli andstæðinga. Það getur orðið til þess að leikmenn lendi í meiðslum sem geta haft áhrif á líkamlega heilsu þeirra í styttri eða lengri tíma. Innan félagsfræðinnar eru kenningar sem fjalla um samskipti á milli einstaklinga og hvernig þau atvikast í daglegu lífi. Fyrri rannsóknir á ruðningsköppum og knattspyrnumönnum gefa til kynna að innan íþróttaheimsins spili leikmenn þrátt fyrir að glíma við meiðsli. Í þessari rannsókn var ekki einungis skoðað hvort leikmenn spili þegar þeir eru meiddir, heldur var einnig skoðað hvort þeir gerðu það þegar þeir eru veikir. Í þessari rannsókn var notastð við eigindlegt rannsóknarsnið og voru tekin opin viðtöl við átta handboltamenn sem höfðu spilað í efstu deild á Íslandi á undanförnum þremur tímabilum (2013-2016). Niðurstöðurnar leiddu í ljós að allir leikmennirnir höfðu á einhverjum tímapunkti á sínum ferli spilað þrátt fyrir meiðsli eða veikindi. Einnig kom í ljós að viðhorf í íslenskum handknattleik sé á þann veg að leikmenn eigi að harka af sér meiðsli. Aðal ástæðurnar fyrir því að leikmenn spila þrátt fyrir meiðsli eða veikindi á Íslandi er pressa á leikmönnum og mikilvægi leikja og leikmanns.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24215


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA-Atli og Þorgrímur.pdf577.58 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna