is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24222

Titill: 
  • Myndbirtingar og birting ummæla á samfélagsmiðlum. Er núverandi löggjöf nægileg eða er breytinga þörf?
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Aldrei hefur verið jafn auðvelt fyrir menn að eiga í samskiptum sín á milli og miðla skoðunum, hugsunum, myndum, eða atburðum. Samfélagsmiðlar hafa á einungis nokkrum árum orðið ein helsta samskiptaleið einstaklinga. Varla finnst sá maður á Íslandi í dag sem ekki nýtir sér samfélagsmiðla að einhverju leyti. Ljóst er að samfélagsmiðlar eru með stærstu persónuverndarverkefnum nútímans.
    Þróunin hefur orðið svo hröð að löggjöf hefur ekki náð að breytast í takt við hana. En þarf löggjöfin að breytast? Hvað er til ráða ef mynd eða ummæli eru birt á samfélagsmiðli gegn vilja viðfangsefnis myndanna eða ummælanna?
    Ætlunin með ritgerð þessari er að fara heildstætt yfir það réttarumhverfi sem er gildandi í íslensku samfélagi, hvaða lagabálkar og lagagreinar eigi við um efnið og dómaframkvæmd þar um til að skoða möguleg úrræði. Lagaumhverfi landanna í kringum okkur verða athuguð sem og hvernig samfélagsmiðlarnir sjálfir geta skipt máli hvað réttarúrræði varðar. Athyglinni verður beint að einstaklingum og þeirra athöfnum á Internetinu fremur en fjölmiðlum þar sem mikið hefur verið skrifað um fjölmiðla á síðastliðnum árum.
    Fyrst er íslensk löggjöf skoðuð og þá fremst stjórnarskráin. Svo eru almenn hegningarlög, lög um persónuvernd, skaðabótalög, höfundalög og fjölmiðlalög skoðuð hvert á fætur öðru. Því næst er farið yfir önnur úrræði, t.a.m. bráðabirgðagerðir. Að því loknu eru mikilvægir lagabálkar í Danmörku, Noregi og Svíþjóð skoðaðir og athugað hvort þeim svipi til þeirra íslensku og hvers konar vernd þeir bjóði uppá. Því næst eru skilmálar samfélagsmiðla teknir til skoðunar en þar sem ekki er möguleiki að kynna sér alla miðlana eru fjórir miðlar valdir og þeir sérstaklega skoðaðir. Athugað er hvers konar vernd skilmálarnir veita og hvernig einstaklingum er gert að bera sig eftir aðstoðinni. Í lokin eru niðurstöður þessa efnis teknar saman og komist að niðurstöðu um það hvort núgildandi löggjöf nái að taka einnig til samfélagsmiðla eða hvort breytinga sé þörf og þá hvers konar.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24222


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Meistararitgerð.pdf1.16 MBLokaður til...01.01.2026HeildartextiPDF
Yfirlýsing_SalkaSól.pdf305.28 kBOpinnPDFSkoða/Opna