is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24238

Titill: 
  • Nálægðarreglan með tilliti til 15. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar ritgerðar er nálægðarreglan (e. principle of subsidiarity), fræðilegur grundvöllur hennar og hvernig henni hefur verið beitt í framkvæmd af Mannréttindadómstóli Evrópu. Lagt er mat á ástæður þess að ákveðið var að bæta tilvísun til nálægðarreglunnar inn í 15. viðauka við Mannréttindasáttmála Evrópu, þýðingu hans fyrir aðildarríkin og hvort hann breytir hlutverki stofnana aðildarríkjanna við innleiðingu og framkvæmd sáttmálans þegar hann tekur gildi.
    Með nálægðarreglunni er lögð áhersla á þá frumskyldu aðildarríkjanna að tryggja með raunhæfum og virkum hætti að réttindi og frelsi sem skilgreind eru í Mannréttindasáttmála Evrópu séu virt innan réttarkerfis hvers ríkis. Innlendir dómstólar eiga að túlka sáttmálann og beita honum. Ekki á að koma til afskipta MDE nema aðildarríkin hafa brugðist skyldu sinni. Í ritgerðinni er varpað ljósi á það hvernig dómstóllinn gegnir ákveðnu stuðningshlutverki og verða yfirvöld aðildarríkjanna að hafa fengið kost á að bæta úr misbrestunum áður en málinu er skotið til dómstólsins. Á þessum sjónarmiðum hvílir krafan um að nauðsynlegt sé að tæma innlend réttarúrræði áður en kært er til MDE. Nálægð innanlandsdómstóla og stjórnvalda við borgara landsins og atvik mála, auk nándar þeirra við þjóðfélagið, gerir það að verkum að þau eru í betri stöðu til að dæma í ágreiningsmálum. Kjarni nálægðarreglunnar gengur út á að ákvörðunarvaldið eigi að vera eins nálægt borgurunum og unnt er. Reglan temprar vald dómstólsins yfir aðildarríkjunum en leggur jafnframt ákveðnar skyldur á aðildarríkin sjálf
    Nálægðarreglan er ein af grundvallarreglum Mannréttindasáttmála Evrópu en það var ekki fyrr en með tilkomu 1. gr. 15. samningsviðauka MSE sem reglunni var bókstaflega bætt inn í inngangsorð sáttmálans. Með þeirri viðbót staðfesta aðildarríki sáttmálans að þau hafa í samræmi við nálægðarregluna þá frumskyldu að tryggja þau réttindi og það frelsi sem eru skilgreind í sáttmálanum og samningsviðaukum við hann. Með 15. viðauka MSE var aðildarríkjunum einnig veitt svigrúm til mats við takmörkun á einstökum ákvæðum MSE með fyrirvara um eftirlitslögsögu Mannréttindadómstóls Evrópu. Fyrir tilkomu viðaukans, sem hefur þó ekki enn tekið gildi, var nálægðarregluna hvergi að finna í sáttmálanum en þó hefur dómstóllinn talið að leiða megi regluna af nokkrum ákvæðum sáttmálans.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24238


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Edda Laufey Laxdal meistararitgerð.pdf2.07 MBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing_EddaLaufey.pdf306.59 kBLokaðurYfirlýsingPDF