is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2424

Titill: 
  • Notkunarhugtak 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni ritgerðarinnar er notkunarhugtak hlutlægu ábyrgðarreglunnar í 1. mgr. 88. gr. umferðarlaga nr. 50/1987 (hér eftir skammstöfuð UFL) og túlkun á því í íslenskri dómaframkvæmd. Í upphafi er gert grein fyrir sögulegri þróun skaðabótareglna vegna tjóns af völdum ökutækja hér á landi frá því að lög nr. um notkun bifreiða nr. 21/1914 voru sett og fram að setningu UFL.
    Því næst er fjallað almennt um hlutlægar ábyrgðarreglur og þau sjónarmið sem liggja að baki slíkum reglum. Hlutlægar ábyrgðarreglur vegna tjóns af völdum ökutækja í Danmörku, Noregi og Svíþjóð eru skoðaðar og gert grein fyrir þeim áherslumun sem er á þeim samanborið við 1. mgr. 88. gr. UFL.
    Áður en farið er í skýringu á notkunarhugtakinu er fjallað um ýmis atriði er skipta máli varðandi umfjöllun um efnið. Gert er grein fyrir gildissviði reglunnar, hver ber ábyrgð á tjóni sem hlýst af notkun ökutækis og þá er fjallað um reglur um meðábyrgð tjónþola þegar um bótaskylt atvik er að ræða samkvæmt 1. mgr. 88. gr. UFL.
    Einnig er fjallað um slysatryggingu ökumanns samkvæmt 92. gr. UFL og skilyrði greiðslu bóta úr þeirri tryggingu. Ástæðan er sú að með lögum nr. 32/1998 var ákvæðinu breytt á þann veg að tvö skilyrði voru sett fyrir greiðslu úr slysatryggingu ökumanns. Annað skilyrðið er að ökumaður hafi verið við stjórn ökutækisins er slysið varð. Hitt skilyrðið er að slysið megi rekja til notkunar ökutækis í skilningi 1. mgr. 88. gr. UFL. Því geta dómar þar sem reynir á bótaskyldu úr slysatryggingu ökumanns skipt máli við túlkun á notkunarhugtaki 1. mgr. 88. gr. UFL.
    Fjallað er um grunnhugmyndir að baki hlutlægu ábyrgðarreglunni í 1. mgr. 88. gr. UFL. Það hefur verið talið að tjón sem rekja má til hættueiginleika bifreiða sem ökutækja eigi að bætast samkvæmt hlutlægu ábyrgðarreglunni. Í grófum dráttum hefur verið talið að geti tjónþoli rakið slys til aksturs ökutækis, sérstaks búnaðar eða annarra hættulegra eiginleika ökutækis eigi hann bótarétt samkvæmt 1. mgr. 88. gr. UFL. Samkvæmt íslenskri dómaframkvæmd eru hættueiginleikar ökutækja margvíslegir. Það hefur t.d. verið talið að steinkast undan hjólum ökutækja, hávaði sem berst frá þeim og fleira geti undir ákveðnum kringumstæðum verið talið hættueiginleika ökutækja.
    Samkvæmt dómvenju teljast ýmis slys sem eiga sér stað vegna notkunar á kyrrstæðum ökutækjum bótaskyld samkvæmt 1. mgr. 88. gr. UFL. Er þar fyrst og fremst átt við slys sem eiga sér stað við fermingu eða affermingu ökutækja. Aðalreglan hefur verið talin sú að orsakist tjónsatvik beinlínis af vél bifreiðar í gangi og öðrum tækjum, sem telja má til eðlilegs búnaðar til að ferma eða afferma flutningabifreið á venjulegan hátt, þá hefur það verið álitin notkun ökutækis í skilningi 88. gr. UFL. Hæstiréttur hefur þó slegið því föstu að slys sem verða við ferming/affermingu ökutækis með búnaði sem hvorki er áfastur né knúinn áfram af aflvél ökutækisins geta verið talin bótaskyld á grundvelli 1. mgr. 88. gr. UFL.
    Þá er fjallað um ýmis önnur slys sem verða vegna kyrrstæðra ökutækja, t.d. þegar hlutir detta af bifreiðum og valda tjóni, þegar dyr kyrrstæðra ökutækja eru opnaðar út í umferða og slys sem farþegar verða fyrir í kyrrstæðum ökutækjum.
    Að lokum er svo efnið dregið saman og gert grein fyrir helstu niðurstöðum rannsóknarinnar.

Samþykkt: 
  • 4.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2424


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
notkunarhugtak_fixed.pdf646.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna