is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24259

Titill: 
  • Samkeppnishamlandi markmið
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Samkvæmt 1. mgr. 101. gr. Sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins (TFEU) eru allir samningar, sem hafa að markmiði eða af þeim leiðir að komið sé í veg fyrir samkeppni, hún takmörkuð eða henni raskað, bannaðir og taldir ósamrýmanlegir innri markaðinum. Nær ákvæðið einnig til ákvarðana samtaka fyrirtækja og samstilltra aðgerða fyrirtækja.
    Ákvæðið hefur verið túlkað á þann veg að ef sýnt er fram á að samningur, ákvörðun eða aðgerðir hafi að markmiði að hamla samkeppni þurfi ekki að kanna hvað af þeim leiðir.
    Í þessari ritgerð er leitast við að varpa ljósi á aðferðarfræði dómstóls ESB þegar hann kemst að niðurstöðu um hvort samningur hafi að markmiði að hamla samkeppni. Sérstaklega verður litið til þess hvernig dómstóllinn túlkar hugtakið „að hafa að markmiði“ og skilyrði þess að samkeppnisyfirvöld og dómstólar geti notið þess hagræðis sem felst í því að þurfa ekki að sýna fram á raunveruleg eða möguleg áhrif á samkeppni.
    Efnistök eru á þann veg að fyrst er almennt fjallað um bann við ólögmætu samráði og hugtaksatriði 1. mgr. 101. gr. TFEU. Að því loknu beinist umfjöllunin að markmiðshluta ákvæðisins þar sem meðal annars er fjallað um hlutlægt mat dómstóls ESB, afleiðingar þess að samningur er talinn með samkeppnishamlandi markmið og tengsl sekta í samkeppnismálum við 6. gr. MSE. Í þriðja kafla er farið ítarlega yfir nýlega dómaframkvæmd og helstu atriðum úr álitum aðallögsögumanna og dómum dómstóls ESB gerð skil. Í fimmta kafla er dregið saman það sem leiða má af dómaframkvæmd í tengslum við skilyrðið um skaða og hvernig dómstóll ESB hefur túlkað hugtakið „að hafa að markmiði“. Í sjötta kafla er fjallað um nýjustu viðbótina í flokk þeirra samninga sem teljast hafa að markmiði að hamla samkeppni eða svokallaða „pay-for-delay“ samninga. Að lokum eru helstu atriði hvers kafla fyrir sig dregin saman í heildstæða mynd og ályktað um niðurstöður.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24259


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Samkeppnishamlandi markmið.pdf1.01 MBLokaður til...07.05.2050HeildartextiPDF
Yfirlýsing_Kjartan.pdf304.87 kBLokaðurYfirlýsingPDF