is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24262

Titill: 
  • Huldutungl og Meðferðarsaga. Tvær frásagnir
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Þetta verkefni til MA prófs í Ritlist samanstendur af tveimur ólíkum sögum og greinargerðum um þær.
    Huldutungl er vísindasaga sem gerist í framtíðinni, sagan segir frá Marteini, námuverkamanni á fjærhlið Tunglsins sem verður fyrir undarlegri reynslu.
    Meðferðarsaga er sannsaga sem rekur eina meðferð í húsum SÁÁ; Vogi og Staðarfelli og byggir á dagbókum höfundar, sagan er sögð í annarri persónu, nútíð. Fyrir aftan hvora sögu um sig fylgir greinargerð um vinnuferli við samningu þeirra.
    Huldutungl:
    Bertrand var nýkominn til Tunglsins og ekki búinn að venjast breyttu þyngdaraflinu. Sem stór og breiður maður var hann vanur að stíga þungt til jarðar. Hér var eins og hann væri á trampolíni svo það gekk ekki. Hann átti erfitt með að ákveða hvort hann ætti heldur að tipla eða taka löng stökk en komst loks til geðdeildar Mánaborgar.
    „Góðan dag,“ sagði hann við andlit konu sem var þar á skjá. „Dr. Bertrand Manteau kominn til að hitta Martein Alfredson.“ Konan sem var með bláan varalit leit á skilríkin sem hann bar upp að skjánum. „Takk, þín er vænst. Þú ferð upp tröppurnar upp á sjöttu hæð og inn í viðtalsherbergi þrjú.“
    Meðferðarsaga:
    Bróðir þinn sækir þig til Keflavíkur. Þú kemur við hjá Pétri vini þínum og hendir inn húslyklunum svo hann geti litið til með íbúðinni og köttunum á meðan þú ert í burtu. Þið keyrið í gegnum hraunið til Hafnarfjarðar. Það er glampandi sól og þú ert ekki sérlega þunnur en samt einhver kvíði eða ónot í þér. Þið ræðið um meðferð og AA.
    Stjúpi, sem ætlar að skutla þér á Vog, er á símafundi. Þú notar tækifærið og skýst niður í Fjörð, tekur út pening og færð þér kaffi. Kannski síðasta almennilega kaffið í bili því það er víst koffínlaust á Vogi.
    Eftir innritun ferðu með töskurnar þínar í verðmætageymsluna, færð Gatorade að drekka og er svo vísað á herbergi. Aðrir vistmenn þekkja nýliðann á Gatorade-flöskunni og bjóða þig velkominn í húsið.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24262


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Þór Fjalar Hallgrímsson - MA verkefni.pdf343.62 kBLokaður til...05.05.2040HeildartextiPDF
Yfirlýsing_ÞórFjalar.pdf300.56 kBLokaðurYfirlýsingPDF