is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24265

Titill: 
  • Vitneskja grunnskólanemenda um þjónustu náms- og starfsráðgjafa og aðgengi að náms- og starfsfræðslu
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar rannsóknar var tvíþætt, annars vegar að kanna vitneskju nemenda í efstu bekkjum grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu á þjónustu náms- og starfsráðgjafa, hvort nemendur vissu að slík þjónusta væri í boði og hvað þjónustan fæli í sér. Hins vegar var markmið rannsóknarinnar að kanna aðgengi nemenda að náms- og starfsfræðslu. Í rannsókninni var notast við megindlega aðferðafræði. Spurningalisti var lagður fyrir 485 nemendur í 5 grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að langflestir nemendur vita að þjónustan er í boði og nemendur virðast í miklum mæli nýta sér þjónustuna. Skiptar skoðanir eru um hvert hlutverk náms- og starfsráðgjafa er. Almennt virtust nemendur vita hvert hlutverk náms- og starfsráðgjafa er varðandi verkþætti sem tengjast námi þeirra beint. Óvissa virtist hins vegar ríkja varðandi aðra verkþætti, líkt og agastjórnun. Niðurstöður sýna enn fremur að stór hluti nemenda virðist ýmist ekki vita hvað náms- og starfsfræðsla er eða hvort námsgreinin er kennd í þeirra skóla. Aðgengi að náms- og starfsfræðslu er ábótavant en aðeins þriðjungur nemenda sagði að námsgreinin væri kennd í þeirra árgangi.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24265


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Vitneskja grunnskólanemenda um þjónustu náms- og starfsráðgafa og aðgengi að náms- og starfsfræðslu.pdf749.99 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna