is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24266

Titill: 
  • Hin mörgu andlit manndrápa: Félagsfræðileg rannsókn á manndrápum á Íslandi 1913-2013
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Af hverju fremja sumir manndráp en aðrir ekki? Það er ráðgáta sem margir hafa spurt sig gegnum tíðina. Hér verða afbrotafræðilegar kenningar skoðaðar í samhengi við manndráp og gögn úr íslenskum manndrápsmálum skoðuð og borin saman við erlendar niðurstöður. Rannsóknin er unnin úr frumheimildum og tölfræði unnin úr þeim af höfundi. Gögnum var safnað úr hæstaréttardómum, landsyfirréttardómum, saka- og héraðsdómum og úr fréttablöðum. Gögnin eru víðamikil enda um að ræða öll þau manndráp af ásetningi sem framin hafa verið á Íslandi yfir hundrað ára tímabil. Notast var við Excel við úrvinnslu gagna. Niðurstöður gefa til kynna að kynjahlutfall gerenda, sem og meðalaldur, er í samræmi við niðurstöður frá öðrum löndum. Þá nota íslenskir gerendur helst eggvopn, sem er án efa tengt aðgengi að þeim. Töluvert algengt er þá að aðilar þekkist ekki fyrir verknaðinn. Hér á landi virðist hvatir helst vera tilfinningalegs eðlis, en hér finnast ekki manndráp tengd skipulagðri glæpastarfsemi, hatursglæpum né manndráp trúarlegs eðlis. Eðli manndrápa á Ísland virðist því vera öðruvísi en annarstaðar að einhverju leiti.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24266


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð final.pdf908.39 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Skemman_yfirlysing_13.pdf48.31 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna