is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24286

Titill: 
  • Hvarf heimsins. Þýðing á fyrri hluta bókarinnar Disappearance of the Universe ásamt greinargerð
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Þessi meistaraprófsritgerð er þýðing bókarinnar Disapperance of the Universe eftir Bandaríkjamanninn Gary Renard sem hlaut nafnið Hvarf heimsins á íslensku. Umrædd bók fjallar um hið óþýdda kennslurit A Course in Miracles (Námskeið í kraftaverkum), reynslu höfundar af lestri hennar og iðkun æfinga sem þar er að finna.
    Markmið æfinganna er að breyta viðhorfi, heimsmynd eða lífssýn lesandans, byggðri á ótta egósins, yfir í viðhorf og upplifun einhyggju. Ritgerðin er annars vegar þýðing á fyrri hluta bókarinnar, alls um tvö hundruð blaðsíður, og hins vegar greinargerð um þýðingu hennar. Greinargerðin fjallar um hugtökin sem koma fyrir í þýdda textanum, þýðingarferlið og svo kenningar þýðingafræðinnar. Í greinargerðinni er fjallað um þrjár bækur með ólíkum texta frá mismunandi tímum. Þessar bækur eru hið þýdda rit Hvarf heimsins, og tvö rit sem frumritið snýst um; áðurnefnt Námskeið í kraftaverkum og Tómasarguðspjall. Einnig er gerð heiðarleg tilraun til að varpa ljósi á eðli þessara rita og megin þemu þeirra sem eru einhyggja (e. non-duality) og tvíhyggja (e.duality). Svo skilja megi einhyggju betur er nokkru púðri eytt í að útskýra samsvörun sem þýðandi sér milli vedarita og Kraftaverkanámskeiðsins, en bæði eru rituð út frá einhyggju en nota mismunandi orðfæri og framsetningu. Þar sem einhyggja verður ekki skilin nema út frá reynslu af einingarvitund samkvæmt ritunum, þá er verið að ræða um eitthvað sem lesandinn getur í besta falli fengið vitsmunalega hugmynd um, og þyrfti að útvíkka þýðingafræði til að koma þekkingunni um einhyggju alla leið. Jafnframt sá þýðandi ástæðu til að gera grein fyrir lykilhugtökum sem koma fyrir í Biblíunni en eru skilgreind á annan hátt í Kraftaverkanámskeiðinu og Hvarfi heimsins. Þessar þrjár bækur eiga það sameiginlegt að vera leiðbeining á sviði hugans, á sviði huglægra viðhorfa og varða ekki leiðbeiningar um hvernig skuli lifa veraldlegu, hvað þá daglegu, lífi. Þetta er mikilvægt atriði og var leiðarljós við val á hugtökum eins og lýst er í greinargerðinni.
    Lykilorð: Guð, heilagur andi, himnaríki, egó, synd, fyrirgefning, einhyggja, tvíhyggja.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24286


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_HVARF HEIMSINS.pdf1.48 MBLokaður til...01.05.2030HeildartextiPDF
Yfirlýsing_María.pdf314.99 kBLokaðurYfirlýsingPDF