is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskólinn á Akureyri > Heilbrigðisvísindasvið > B.S. verkefni >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/242

Titill: 
  • Heilbrigði og vellíðan : upplifun einstaklinga með sáraristilbólgu
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Tilgangur þessarar rannsóknar var að varpa ljósi á það hvernig einstaklingar með sáraristilbólgu upplifa sitt heilbrigði og vellíðan. Í erlendum rannsóknum sem áður hafa birst um efnið kemur fram að sáraristilbólga hafi neikvæð áhrif á heilbrigði og vellíðan. Ekki hafa verið gerðar rannsóknir á Íslandi þar sem lagt er mat á hvernig einstaklingar með sáraristilbólgu meta sitt heilbrigði og vellíðan.
    Rannsóknarspurningarnar voru tvær:
     Hvernig meta einstaklingar með sáraristilbólgu eigið heilbrigði og vellíðan ?
     Hvernig gengur einstaklingum með sáraristilbólgu að takast á við daglegar athafnir ?
    Við gerð rannsóknarinnar var notuð megindleg lýsandi rannsóknaraðferð en sú aðferð er talin henta vel til að rannsaka stór þýði og hægt er að setja upplýsingarnar fram á tölfræðilegan hátt. Spurningalisti var sendur til 93 einstaklinga með sáraristilbólgu og átti matið að ná til síðustu fjögurra vikna. Þátttakan var 76%. Við úrvinnslu gagnanna var notast við tölfræðiforritið Statistical Package for the Social Sciences (SPSS) og töflu¬reikninn Excel. Niðurstöðurnar voru settar fram á myndrænu formi og í rituðu máli.
    Sextíu og sjö prósent (39) þátttakendanna höfðu verið með óvirkan sjúkdóm í fjórar vikur samfellt og hafði það mjög líklega áhrif á niðurstöðurnar.
    Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að 68% (48) þátttakendanna sögðu heildarheilsu sína frábæra, mjög góða eða góða. Fjörtíu og fimm prósent (32) þátttakenda sögðu að andlegt ástand hefði alls ekkert truflað sig. Jafnframt kom fram að 82% (58) þátttakendanna sögðu að líkamleg heilsa þeirra hefði alls ekkert eða mjög lítið takmarkað hreyfingu þeirra. Einnig kom fram að virkur sjúkdómur hafði neikvæðari áhrif á heilbrigði og vellíðan þátttakenda þar sem marktækur munur (p<0,01) var á því hvernig þátttakendur með virkan og óvirkan sjúkdóm mátu heildarheilsu sína. Jafnframt benda niðurstöðurnar til þess að virkur sjúkdómur hafi neikvæð áhrif á andlegt ástand og getu til hreyfingar.
    Rannsakendur draga þá ályktun af niðurstöðunum að í heildina hafi óvirk sáraristilbólga ekki neikvæð áhrif á heilbrigði og vellíðan einstaklinga. Aftur á móti telja rannsakendur að virkur sjúkdómur hafi neikvæð áhrif á heilbrigði og vellíðan einstaklinga með sáraristilbólgu.

Samþykkt: 
  • 1.1.2003
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/242


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
heilbr.pdf1.72 MBOpinnHeilbrigði og vellíðan - heildPDFSkoða/Opna