ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskólinn á Akureyri>Heilbrigðisvísindasvið>B.S. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/243

Titill

Fræðsluþörf foreldra : rannsókn á fræðslu til foreldra sem eru að fara með börn sín í ferliaðgerð á FSA

Útdráttur

Rannsakendur vildu skoða þá fræðslu sem fram færi í tengslum við ferliaðgerðir barna á FSA. Rannsóknin náði til foreldra barna sem fóru í nefeitlatöku og eða röraísetningu í eyru á tímabilinu janúar-mars árið 2003. Tilgangurinn var að komast að því hvernig fræðslunni væri háttað og um hvaða þætti aðgerðarferlisins foreldrar fengju helst fræðslu. Í erlendum rannsóknum hefur komið fram að fræðsla er mikilvæg í tengslum við upplifun foreldra á aðgerðarferlinu. Fái foreldrarnir góða fræðslu dragi það úr kvíða og auki ánægju þeirra. Einnig hafa sumar rannsóknir sýnt að fræðslu í sambandi við útskrift og eftirfylgni sé ábótavant.
Unnin var spurningalisti frá grunni og lagður fyrir foreldra barnanna á vöknunardeild FSA. Munnlegt samþykki jafngilti þátttöku og var aflað áður en listarnir voru afhentir. Foreldrarnir skiluðu útfylltum spurningalistunum ýmist í pósti eða á vöknunardeild. Afhentir voru 60 listar og skiluðu sér 40 listar þannig að svörunin var 67%.
Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu í ljós að flestir foreldrar sögðust hafa fengið fræðslu um aðgerðarferlið og aðgerðina sjálfa. Læknir veitti foreldrum fræðslu 97,5% tilvika og hjúkrunarfræðingur í 50% tilvika. Þá sagðist meirihlutinn hafa fengið formlegt viðtal og einungis þriðjungur skriflegar upplýsingar. Í ljós kom vöntun á fræðslu hvað snerti það sem fram fer eftir aðgerð, um útskrift og aðhlynningu barnsins heima. Í heildina fannst foreldrum aðstaðan góð og flestir voru ánægðir með viðmót og þjónustu starfsfólks. Rúmlega helmingur foreldranna voru sammála því að börn og fullorðnir ættu að vera á aðskildum stöðum á vöknunardeild og tæpur helmingur taldi sig hafa þörf fyrir eftirfylgni heima.
Rannsakendur telja að bæta megi fræðsluna um það sem á sér stað eftir aðgerð og heima fyrir. Þá er afhending skriflegrar fræðslu í formi bæklings fyrir aðgerð góður kostur til að miðla upplýsingum. Fræðsla er mikilvægur þáttur í starfi hjúkrunarfræðinga og þyrftu þeir að vera virkir í að veita góða og markvissa fræðslu til að bæta þjónustu við skjólstæðinga sína á FSA.
Lykilhugtök: Börn – foreldrar – ferliaðgerðir – fræðsla

Athugasemdir

Verkefnið er opið nemendum og starfsfólki Háskólans á Akureyri

Samþykkt
1.1.2003


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
forfrae-h.pdf117KBOpinn Fræðsluþörf foreldra - heimildaskrá PDF Skoða/Opna
forfrae-u.pdf107KBOpinn Fræðsluþörf foreldra - útdráttur PDF Skoða/Opna
forfrae.pdf1,36MBTakmarkaður Fræðsluþörf foreldra - heild PDF