is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2430

Titill: 
  • Fyrirkomulag peningamála á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Megin tilgangur þessa verkefnis er að leggja mat á það hvort forsendur séu fyrir því að falla frá núverandi stefnu í gengis- og peningamálum og hver sé ákjósanlegasta leiðin fyrir Íslendinga í þeim efnum.
    Veigamiklar breytingar voru gerðar á peningamálastefnu Seðlabanka Íslands árið 2001, en þessar breytingar fólu í sér upptöku á verbólgumarkmiðum í stað stöðugs gengis krónunnar. Eftir þessar breytingar hefur mikil þensla og hagvöxtur einkennt íslenskt efnahagslíf, sem hefur leitt af sér aukna verðbólgu og hækkandi stýrivexti. Gengissveiflur jukust mikið í kjölfar þess að gengið réðist eingöngu á gjaldeyrismarkaði. Auknar gengissveiflur koma sér afar óheppilega fyrir fyrirtæki í milliríkjaviðskiptum.
    Ef horft er til baka hefur árangur núverandi peningamálastefnu ekki verið góður og spurning hvort ekki eigi að endurskoða stefnu peningamála hér á landi. Nokkrar leiðir eru færar þegar kemur að vali á peningamálastefnu og fyrirkomulagi í gengismálum. Samt sem áður eru í rauninni aðeins tveir raunhæfir kostir fyrir Íslendinga, annarsvegar að halda áfram með núverandi peningamálastefnu eða taka þátt í Efnahags- og myntbandalagi Evrópu.
    Þar sem að núverandi peningamálastefna hefur ekki þann trúverðugleika sem nauðsynlegur er og íslenska krónan gott sem ónýtur gjaldmiðill, er ákjósanlegast að taka upp evru sem lögeyri og gerast aðili að Efnahags- og myntbandalagi Evrópu. Helsti ávinningur sem myndi hljótast af því að gerast aðili að EMU er stöðugra hagkerfi, lægri vextir, aukin utanríkisviðskipti og aukning á erlendri fjárfestingu hér á landi. Með trúverðugri peningamálastefnu og minni óvissu er auðveldara að byggja upp efnahagslegan stöðuleika á ný hér á landi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2430


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
bjarni_karlsson_2_fixed.pdf201.67 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna