is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24316

Titill: 
  • Hvernig miðlar fyrirtæki upplýsingum og þekkingu? Megindleg rannsókn á notkun Wiki
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Miðlun upplýsinga og þekkingar innan fyrirtækis er kjarni þessarar ritgerðar. Gerð var megindleg rannsókn á notkun Wiki. Markmið með rannsókninni er að varpa ljósi á notkun Wiki í starfsemi fyrirtækis með því kanna viðhorf starfsmanna til ýmissa atriða. Spurt var hversu oft efni er bætt við og endurnýjað í Wiki ásamt fleiru og sett í samhengi við upplýsingahegðun, upplýsingamenningu, samstarf og þekkingarmiðlun. Kannað var viðhorf, hvernig gengur að finna upplýsingar og þekkingu í Wiki og nokkur önnur atriði sem mögulega kunna að reynast hindranir. Auk þess var kannað viðhorf til samvinnu og að deila upplýsingum og þekkingu. Rafræn könnun var send til allra starfsmanna fyrirtækis sem notar Wiki í starfsemi sinni og var svarhlutfall 83% (n=152). Niðurstöður leiddu í ljós fremur jákvæð viðhorf til flestra þátta sem spurt var um. Stórum hluta þátttakenda finnst þó ganga fremur illa að finna upplýsingar í Wiki. Í ljós kom tölfræðilega marktækur munur eftir aldri þátttakenda. Helstu niðurstöður sýna að í hópi þeirra sem fæddir eru fyrir 1970 finnst hlutfallslega fleiri þátttakendum það ganga illa að finna upplýsingar í Wiki á meðan hlutfallslega fleiri af þeim sem fæddir eru 1970 eða síðar finnst þeim ganga vel að finna upplýsingar. Þegar þrír þættir eru skoðaðir í samhengi, hvort notkun á Wiki bæti starfshætti, auki samstarfshæfni og auki nýtingu á þekkingu, þá búast 77,6% þátttakenda við því að notkun þeirra á Wiki hafi hjálpað fyrirtækinu á einhvern hátt. Aftur á móti búast 22,4% þátttakenda ekki við því að svo sé. Rannsóknin var gerð að hluta til með hliðsjón af erlendum rannsóknum.

  • Útdráttur er á ensku

    The focus of this thesis is information and knowledge sharing within an organization by conducting a quantitative study on Wiki usage. The goal is to reveal the usage of Wiki in the organization´s activities by discovering the people´s perspectives on various factors. Among other aspects, the questions covered the frequency of adding and updating pages in the context of information behavior, information culture, collaboration and knowledge sharing. How people experience finding information on Wiki was observed as well as possible obstacles. Attitude towards collaborating and sharing information and knowledge was examined. An online survey was submitted to all employees of an organization that uses Wiki in its operations and the response rate was 83% (n=152). The results revealed rather positive attitude towards most aspects. However, a substantial part of the participants feel it is rather difficult to find information on Wiki. It was found that there is statistically significant difference by age. The main findings show that a higher rate of the group born before 1970 feel that they have a harder time finding information on Wiki while a higher rate of the group born 1970 or later feel more successful. When three factors were viewed in context, whether the Wiki usage improves work processes, increases collaboration efficiency and increases reuse of knowledge, there is evidence that 77,6% of participants expect that their Wiki usage has helped the company to a certain extent. Thus, 22,4% of the participants did not expect it to do so. The study was partly based on the comprehension of similar foreign studies.

Samþykkt: 
  • 6.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24316


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Yfirlýsing JónaJ_lokaverkefni.pdf488.35 kBOpinnYfirlýsingPDFSkoða/Opna
MIS_2016_JonaJ final Skemman.pdf4.59 MBOpinnGreinargerðPDFSkoða/Opna