is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24326

Titill: 
  • Aldraðir með þunglyndi. Hvaða úrræði eru í boði önnur en lyf?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Markmið þessarar ritgerðar er að skoða hvaða úrræðum er hægt að beita þegar kemur að þunglyndi og kvíða hjá öldruðum. Hvort það eru önnur betri meðferðrarúrræði sem koma til greina heldur en þunglyndislyf, þá kannski viðtalsmeðferðir, Eden hugmyndafræðin, hreyfing, gæludýr eða raflækningar. Þar sem hlutfall aldraðra í þjóðfélaginu fer vaxandi og hraði nútímasamfélags er mikill, þá gefur fólk sér ekki allt of mikinn tíma í mannleg samskipti. Á dvalar- og hjúkrunarheimilum gefst ekki alltaf tími fyrir starfsfólkið að spjalla við þá öldruðu og eru þá þunglyndislyfin kannski nærtækasta meðferðin fyrir aldraðan íbúa með þunglyndiseinkenni.
    Niðurstöður þessarar ritgerðar benda til þess að notkun geðlyfja hjá þessum aldurshóp sé mjög mikil og mest ef miðað er við aðra aldurshópa. Þó virðist tíðni þunglyndis meðal aldraðra ekki vera eins mikil og lyfjanotkunin bendir til. Hérlendis er notkun þunglyndislyfja, sérstaklega hjá öldruðum, töluvert hærri en á hinum Norðurlöndunum.
    Einnig benda niðurstöður til þess að með beitingu annarra úrræða eins og samtalsmeðferða, hvort sem er einstaklings eða í hópum, Eden hugmyndafræðinnar, gæludýra eða hreyfingar þá mætti draga mikið úr þunglyndis einkennum hjá öldruðum. Einnig eru raflækningar taldar henta betur fyrir aldraða en þunglyndislyfin, þar sem mikilla aukaverkanna verður oft vart hjá öldruðum af þeim lyfjum.
    Það virðist vera mikil þörf á breytingum þegar kemur að meðferðarúrræðum fyrir þunglynda eldri borgara því er ekki æskilegt að grípa strax til þunglyndislyfja. Bæta mætti fræðslu meðal starfsfólks dvalar- og hjúkrunarheimila svo betur gangi að greina einkenni á upphafsstigum og greina þau frá öðrum einkennum sem fylgja því að eldast.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24326


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Aldraðir og þunglyndi - Hvaða úrræði eru í boði önnur en lyf..pdf764.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_Theodóra.pdf311.52 kBLokaðurYfirlýsingPDF