is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24331

Titill: 
  • Ákvörðun erfðafjárskatts. Afhverju er hann lagður á? Hverjir ráða breytingum á honum og hverjum koma þær til góða?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Að þurfa að gera upp dánarbú og greiða erfðafjárskatt er eitt af því sem margir kynnast á lífsleiðinni.
    Til þess að fá upplýsingar um hvað þarf að gera við andlát er best að snúa sér til sýslumannsembætta. Hér áður veittu starfsmenn sýslumannsembætta þessar upplýsingar og voru þær ekki alltaf nákvæmar. Sú breyting varð hins vegar á með internetinu að nú má nálgast allar þessar upplýsingar á heimasíðum embættanna og er það til mikilla bóta.
    Lög um erfðafjárskatt hafa lengi verið til. Hafa þau tekið ýmsum breytingum í gegnum árin og eru þær allar til bóta. Þó er það þannig að það sem gildir í dag gildir ekkert endilega eftir mánuð. Ef stjórnvöld ákveða þá er hægt að breyta þessu til baka aftur.
    Þannig eru lögin núna að ekki þarf að greiða erfðafjárskatt ef um setu í óskiptu búi er að ræða. Sambúðarfólk hefur rétt til setu í óskiptu búi ef erfðaskrá er til staðar og þess er ótvírætt getið að um sambúðarmaka sé að ræða. Með erfðaskránni telst liggja fyrir eindregin vilji þess sem látin er um það hver skuli erfa eignir hans.
    Sú breyting sem gerð var með lögum nr. 14/2004 í sambandi við að hafa eingöngu eitt skattþrep til skatts þótti mikil framför. Var líka farið að miða við ákveðin skattleysismörk. Varð þetta mjög mikil breyting á því sem áður var þegar skatturinn gat farið allt upp í 50% af því virði sem eignir voru metnar á.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24331


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð .pdf572.83 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna