is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24335

Titill: 
  • Útflutningur íslenskrar tónlistar: Ávinningur af stuðningi og staða á íslenskum tónlistarmarkaði
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Gífurlegar breytingar hafa átt sér stað síðustu ár í starfsumhverfi tónlistariðnaðarins með tilkomu veraldarvefsins. Sala á hljómplötum hefur dregist verulega saman og streymi tónlistarveitna tekið við. Við þetta hefur kostnaður vegna dreifingar tónlistar lækkað en aftur á móti skilar streymið litlum tekjum til tónlistarmannsins. Þessi þróun hefur því haft það í för með sér að markaðs- og kynningarstarf er orðið enn mikilvægara og eru tónlistarmenn farnir að leita á nýja markaði á erlendum vettvangi til að auka tekjur sínar.
    Í ritgerðinni er leitast við að varpa ljósi á stöðu tónlistarmarkaðarins á Íslandi og hver ávinningur er af stuðningi við útflutning íslenskrar tónlistar. Í upphafi ritgerðarinnar verður almenn umfjöllun um menningu, sköpun og skapandi greinar ásamt því að hlutdeild greinanna í hagkerfinu er skoðuð. Farið verður yfir samkeppnisstöðu tónlistar og alþjóðleg viðskipti með list og hvaða áhrif útflutningur tónlistar getur haft fyrir samfélagið. Í síðari hluta ritgerðarinnar verða stefnur í menningarmálum og stuðningur hins opinbera við tónlistarmenn skoðaður. Að auki verður rýnt í hlutverk Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar og sambærilegra stofnanna á Norðurlöndunum.
    Sú sérstaða sem íslensk tónlist hefur skapað sér og velgengni hennar á alþjóðavísu stuðlar að jákvæðri ímynd landsins og leiðir af sér framfarir og nýsköpun í þjóðfélaginu.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24335


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Ritgerð-Ingibjörg Erla-loka.pdf1.18 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna