is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24336

Titill: 
  • Eyjan græna og efnahagsundrið. Aðdragandi og afleiðingar efnahagsundursins í Taívan
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Efnahagsundrið í Taívan á sér áhugaverðan sögulegan bakgrunn og hafði stórbrotnar afleiðingar fyrir land og þjóð, sumar jákvæðar en aðrar neikvæðar. Í dag státar Taívan af einum öflugasta efnahag heims og á sama tíma stendur þjóðin frammi fyrir ófáum umhverfisvandamálum. Landið er algjörlega ósjálfstætt þegar kemur að orkumálum og reiðir sig nær algjörlega á innflutning jarðefnaeldsneytis til að mæta orkuþörfum þjóðarinnar. Taívan er eitt þéttbýlasta land heims og fjöldi verksmiðja, samgöngutækja og mannvirkja er í samræmi við það. Úrgangur frá athafnasemi mannfólksins hefur valdið mikilli mengun í lofti, vatni og jarðvegi. Einnig steðjar hætta af öldruðum kjarnorkuverum og úrgangi frá þeim. Þar sem landsvæði er af afskaplega skornum skammti er slegist um hverja spildu og þar sem slík barátta á sér stað verður misnotkun á landi óumflýjanleg. Ágangur á plöntu- og dýrategundir í landinu er sums staðar svo mikill að heilu vistkerfin eru að hruni komin. Lélegt eftirlit með framkvæmdum og slæmt skipulag hefur aukið á varnarleysi landsins gagnvart ýmsum náttúruhamförum sem algengar eru á eyjunni. Á seinustu áratugum hefur orðið breyting á þar sem þjóðin rankaði loks við sér og áttaði sig á alvarleika málsins. Stjórnvöld hafa gert ráðstafanir í von um að bæta ástandið en ekki sér fyrir endann á umhverfisvanda landsins í bráð. Viðfangsefni þessa verkefnis eru að lýsa umhverfi og aðstæðum í Taívan, ræða sögulegan bakgrunn og afleiðingar efnahagsundursins, kanna stöðuna á umhverfis- og orkumálum í landinu í dag og ræða möguleika þess á grænni framtíð.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24336


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
ritgerd_laraaspelund.pdf782.22 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_LáraJúlía.pdf289.41 kBLokaðurYfirlýsingPDF