is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Hugvísindasvið > B.A. verkefni - Hugvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24343

Titill: 
  • Háborgir hreppa: Félagsheimili og samkomuhús á 20. öld. Fornleifafræðileg greining á almenningsbyggingum á Íslandi
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í gamla íslenska bændasamfélaginu voru ekki aðrar almenningsbyggingar en kirkjur og þinghús. Fáeinir skólar, spítalar og fangelsi bættust við á 18. og 19. öld, nær eingöngu í þéttbýli, en róttæk breyting varð í dreifbýli í upphafi 20. aldar þegar ungmennafélög hófu að reisa samkomuhús í hreppum landsins.
    Hús eru ekki aðeins skjól fyrir veðri og vindum heldur geta þau verið tákn, bæði fyrir þá starfsemi sem fer fram í þeim, hugmyndirnar sem starfsemin byggir á og hópinn sem stendur að þeim. Hús geta jafnframt verið merki um það sem sameinar fólk en líka um það sem aðgreinir einn hóp frá öðrum. Saga félagsheimila og samkomuhúsa varpar ljósi á samfélagsþróun á Íslandi á 20. öld og fornleifafræðileg greining á þeim sýnir að byggingarnar endurspegla félagsvitund og sjálfsmynd hreppsbúa.
    Á grundvelli kenningar Lévi-Strauss um Rann (fr. sociétés à maison) er í ritgerðinni kannað tengsl milli almenningsmannvirkja og hreppa í Árnessýslu og Suður-Þingeyjarsýslu á 20. öld. Í flestum hreppum Árnessýslu og Suður-Þingeyjarsýslu var reynt að koma upp húsum fyrir félagsstarf. Í ritgerðinni er gerður greinarmunur á samkomuhúsum og félagsheimilum. Samkomuhúsin, nær öll byggð milli 1900 og 1940, voru iðulega 90–119 m2 að grunnfleti og var stærsti hluti rýmisins samkomusalur. Í um helmingi hreppanna leystu stærri félagsheimili, sem yfirleitt voru á bilinu 240–359 m2, samkomuhúsin af hólmi milli 1950 og 1980 og í þeim var gert ráð fyrir miklu meiri og fjölbreytilegri starfsemi. Sívaxandi kröfur um fjölbreytilegt félagsstarf og samrekstur af ýmsu tagi sem endurspeglast í þessum húsum, má líta á sem andsvar, eða viðbragð, við aðdráttarafli þéttbýlisins. Þau eru því eins konar „míkrókosmos“ nútímavæðingarinnar. Beiting kenningarinnar um Rann bendir til þess að bygging félagsheimila og samkomuhúsa endurspegli ný táknkerfi hreppsbúa sem styrkti samheldni og áréttaði framtíðarsýn þeirrar félagseiningar sem þeir töldu sig tilheyra.

Samþykkt: 
  • 9.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24343


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BA_felagsheimili_TB.pdf1.43 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_GylfiBjörn.pdf294.08 kBLokaðurYfirlýsingPDF