is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24390

Titill: 
  • Kynfræðsla í íslenskum grunn- og framhaldsskólum: Kynheilbrigði og ótímabærar þunganir
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Kynlíf og kynheilbrigði tengist persónulegu lífi einstaklinga en samfélagið mótar viðhorf til þess hvað telst vera eðilegt eða hefðbundið á hverjum tíma. Kynheilbrigði er skilgreint sem samspil líffræðilegra, tilfinningalegra, vitsmunalegra og félagslegra þátta einstaklinga. Kynfræðsla er lögbundin á Íslandi og getur dregið úr áhættuhegðun en það er mikilvægt að börn viti hvernig hægt er að koma í veg fyrir neikvæðar afleiðingar kynlífs. Íslendingar byrja snemma að stunda kynlíf og tíðni kynsjúkdóma, fóstureyðinga og fæðinga hærri en búast má við í öðrum Norðurlöndum. Neikvæðar afleiðingar kynlífs eins og ótímabærar þunganir geta raskað menntun stúlkna, haft áhrif á sjálfstraust þeirra og getu til að ljúka námi.
    Þessi ritgerð fjallar um kynfræðslu sem veitt er nú í grunn- og framhaldsskólum. Skoðað verður af hverju mikilvægt er að sinna kynfræðslu í skólum og hvernig hægt er að efla kynheilbrigði barna og unglinga. Greint verður frá hlutverki fræðslu- og skólafélagsráðgjafa í forvarnarstarfi í skólum hvað þeir geta gert til að draga úr neikvæðum afleiðingum áhættuhegðunar og kynlífs.
    Ljóst er að það er á ábyrgð allra sem koma að uppeldi barna og unglinga á einhvern hátt að tryggja kynheilbrigði þeirra sem og að auka þekkingu þeirra á sviði kynfræðslu. Foreldrar, skólar, fjölmiðlar, stofnanir og samfélagið í heild sinni þurfa því að taka virkan þátt og vera meðvituð um mikilvægi þess að tryggja kynheilbrigði barna. Stefnumótun og aðgerðir ættu að taka mið af því að vera fyrst og fremst forvarnir til að fyrirbyggja neikvæðar afleiðingar kynlífs en ekki aðeins draga úr skaða eða afleiðingum sem hafa þegar átt sér stað.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24390


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L - BA-ritgerð - Kynfræðsla í íslenskum grunn- og framhaldsskólum - ryw2.pdf718.3 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna
Yfirlýsing_RakelÝr.pdf299.07 kBLokaðurYfirlýsingPDF