ÍslenskaenEnglish

Aðilar að Skemmunni

Leit eftir:


LokaverkefniHáskóli Íslands>Hugvísindasvið>B.A. verkefni>

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2440

Titill

Listin og Guð. Hvernig viðhorf Sámals Joensen Mikines til trúarinnar höfðu áhrif á myndval hans og efnistök

Útdráttur

Í þessari ritgerð mun ég fjalla um færeyska málarann Sámal Joensen Mikines, sem
fæddist árið 1906 á eyjunni Mykines í Færeyjum. Ég mun leitast við að útskýra
hvernig trúarleg viðhorf Sámals Joensen Mikines birtast í verkum hans og hvernig
þau hafa áhrif á myndval hans og efnistök.
Umfjöllun mín skiptist niður í fimm kafla sem koma á eftir inngangi. Fyrsti kaflinn
fjallar um trúmál í Færeyjum á þeim tíma sem Mikines var að alast upp. Ég mun
draga upp mynd af því trúarlega andrúmslofti sem þá ríkti til þess að gera grein fyrir
því hversu mikilvæg og sífellt nálæg trúin var Færeyingum á þessum tíma. Síðan
koma fjórir kaflar sem hver um sig fjallar um nokkur verk á listferli Sámals Joensen
Mikines, flokkuð niður eftir myndefni. Í upphafi hvers kafla er stutt kynning, eða
inngangur að hverjum flokki fyrir sig. Annar kaflinn fjallar um dimma tímabilið svo
kallaða sem á rætur sínar að rekja til áranna um og eftir 1930 þegar hann var að klára
nám í Akademíunni í Kaupmannahöfn. Þriðji kaflinn er helgaður umfjöllun á verkum
hans sem eiga beina tengingu við Biblíuna, biblíutengd þemu í verkum Mikines. Í
fjórða kaflanum skoða ég nokkur verk í flokki mynda sem hægt er að kalla
sólarmyndir, sem hann málaði upp úr miðri 20. öldinni þar á meðal af þorpinu
Mykines þar sem hann ólst upp og ber saman verk úr umfjöllun minni í 3. kafla og 4.
kafla. Í fimmta kaflanum skoða ég grindardrápsverkin en þau fékkst hann við næstum allan sinn listferil að einhverju leyti.
Trúin er og hefur alltaf verið sterk hjá Færeyingum og trúarviðhorf Sámal Joensen
Mikines hefur nokkrar mismunandi birtingarmyndir í verkum hans og birtast þau
meðal annars í myndvali og efnistökum.

Samþykkt
5.5.2009


Skrár
NafnRaðanlegtStærðRaðanlegtAðgangurRaðanlegtLýsingRaðanlegtSkráartegund
pdf_fixed.pdf18,3MBOpinn Heildartexti PDF Skoða/Opna