is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24405

Titill: 
  • Kvenkyns fjármálastjórar: Eiginleikar kvenna sem gera þær að góðum fjármálastjórum og ástæðan fyrir því að fáar konur gegna æðstu stöðum fyrirtækja á Íslandi
  • Titill er á ensku Women as CFOs: Characteristics of women that make them a successful CFO and the reason for a low rate of women in C-level positions of companies in Iceland
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Í þessari rannsókn eru eiginleikar kvenna sem gera þær að góðum fjármálastjórum til rannsóknar og varpað er ljósi á ástæður að baki þess að fáar konur sitja í æðstu stöðum fyrirtækja. Fyrir því geta legið margar ástæður. Mögulegt er að karlar vilji ekki fá konur í hátt settar stöður innan fyrirtækja eða að þær sjálfar séu einfaldlega mesta hindrunin.
    Tekin voru eigindleg djúpviðtöl við fimm konur sem allar gegna stöðu fjármálastjóra í fyrirtækjum á Íslandi. Viðtölin voru túlkuð og greind út frá túlkandi fyrirbærafræði.
    Niðurstöður benda til þess að helstu eiginleikar kvenna eru nákvæmni, samviskusemi og að þær skili af sér góðu verki. Einnig má lesa úr niðurstöðunum að ein helsta ástæðan fyrir því að fáar konur séu í æðstu stöðum fyrirtækja er að konur þora ekki að stíga fram. Þær efast um eigin getu og hæfileika. Konur taka einnig meiri ábyrgð á heimilinu og vilja síður fórna tíma sem þær geta varið með fjölskyldunni fyrir stærra og tímafrekara starf. Hins vegar telja viðmælendur kynin vera alveg jafn hæf til að gegna þessum stöðum. Konur þurfa því að vera sýnilegri og stökkva á tækifærin þegar þau gefast.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24405


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FINAL BS-RITGERD 10.mai PDF.pdf828.36 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna