is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24431

Titill: 
  • Uppgjör virðisaukaskatts
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Tekjuöflun þjóðfélaga er ein af meginstoðum hvers samfélags, sem tryggir getu þeirra til þess að þau geti sinnt skyldum sínum og sameiginlegum verkefnum. Þegnar hvers samfélags ákveða hvað skuli vera unnið í sameiningu til hagsbóta fyrir alla þegnana. Með þróun samfélaga hafa þessi verkefni afmarkast með tímanum og felast í dag t.d. að tryggja öllum lágmarks framfærslu, menntun, heilbrigðisþjónustu, samgöngur o.fl.
    Samfélagsrekstur þjóðfélaga kallar á tekjuöflun hjá þeim til að standa straum af kostnaði við verkefnin. Tekjuöflunin hefur í gegnum aldirnar þróast úr einföldu skattkerfi, eins og t.d. tíund frá upphafi Íslandsbyggðar yfir í margþætt skatta- og gjaldakerfi í nútíma samfélagi.
    Tekjustofnar íslenska ríkisins eru, eins og hjá öðrum þjóðum, margir og mis mikilvægir. Stærsti og mikilvægasti einstaki tekjustofninn er virðisaukaskattur sem er óbeinn neysluskattur sem er lagður á allar skattskyldar vörur á öllum stigum viðskipta eftir ákveðnum lögum og reglugerðum.
    Virðisaukaskattskerfið kom fyrst fram í Frakklandi á eftirstríðsárunum þegar skattundanskot voru algeng og mikið vandamál í Frakklandi sem og annarsstaðar á þessum tíma. Maurice Lauré forstöðumaður hjá frönsku skattyfirvöldunum þróaði virðisaukaskattkerfið og kynnti það 1954 sem kerfi sem meðal annars ætti að stemma stigu við skattundanskotunum. Uppbygging virðisaukaskattskerfisins er með innbyggða hvata sem leiða til þess að það er hagur skattaðila að telja rétt fram þann virðisaukaskatt sem þeim ber að greiða.
    Virðisaukaskattskerfið er byggt upp á þann hátt að skattskyldum aðilum ber skylda til að innheimta skatt af öllum söluvörum sínum og nefnist sá skattur útskattur. Til að búa til söluvöru þarf alla jafna að kaupa inn hráefni eða þjónustu, yfirleitt er greiddur skattur af þessum innkaupum og nefnist hann innskattur í virðisaukaskattskerfinu. Endanleg álagning skattaðila er síðan mismunur á inn- og útskatti. Þetta kerfi virðisaukaskattsins gerir það að verkum að skattaðilar hafa mikinn hag að því að halda vel utan um sínar skattgreiðslur og standa rétt að uppgjöri skattsins.
    Til að skattaðilar öðlist rétt til að nýta innskatt þarf að uppfylla öll skilyrði virðisaukaskattskerfisins. Í ritgerðinni er farið vandlega yfir forsendur fyrir innskattsrétti virðisaukaskattsskyldra aðila og í hverju sá réttur felst.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24431


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MA_loka_01.05.2016.pdf860.84 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna