is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2443

Titill: 
  • Eftirlit með mannvirkjaframkvæmdum
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Um verksamninga gilda almennar reglur samninga- og kröfuréttar með þeim sérkennum sem myndast hafa fyrir venju og fordæmi dómstóla, enda hefur löggjafinn ekki farið þá leið að setja sérstaklega í lög ákvæði um verksamninga. Fjölmarga lagabálka, reglugerðir og staðla þarf engu að síður að hafa til hliðsjónar við mannvirkjaframkvæmdir. Staðlar eru gjarnan hluti verksamnings en til þeirra þarf þó að vísa eigi þeir að hafa gildi. Algengustu staðlarnir eru ÍST 30 og ÍST 35.
    Fjölmargir aðilar koma að eftirliti á öllum stigum verkframkvæmda. Hvort sem er á hönnunarstigi, við framkvæmdirnar sjálfar eða að þeim loknum. Aðilar verksamnings bera ríkar skyldur, ýmist lögbundnar eða samningsbundnar og þá fer hið opinbera með tilteknar eftirlitsskyldur.
    Við stærri framkvæmdir þar sem miklir hagsmunir eru í húfi hefur myndast sú venja að verkkaupi annist eða láti annast um eftirlit með framkvæmd verks. Eðli verks ræður svo hversu nákvæmt og umfangsmikið eftirlitið þarf að vera, en slíkt getur skipt máli ef til þess kemur að meta þurfi hvort fullnægjandi eftirlit hafi verið af hálfu verkkaupa við framkvæmdir. Ráðgjafar er gegna eftirlitsstörfum fyrir verkkaupa, ýmist við hönnun verks eða við framkvæmdir, geta orðið skaðabótaskyldir vegna starfa sinna gagnvart verkkaupa.
    Eftirlitsskyldur verktaka haldast í hendur við ábyrgð hans og taka því fyrst og fremst mið að því að standa við gerðan samning. Þá má segja að eftirlitsskyldur verktaka feli að stórum hluta í skyldu til samstarfs við verkkaupa. Hjá stærri verktakafyrirtækjum starfa öryggistrúnaðarmenn/nefnd sem fylgist með því að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi á vinnustað sé í samræmi við lög og reglur. Byggingarstjóri er framkvæmdarstjóri mannvirkjaframkvæmda og fer með ríka ábyrgð. Algengast er í framkvæmd að byggingarstjóri sé á vegum verktaka. Byggingarstjóri fer með víðtækar eftirlitsskyldur og ábyrgist að byggt sé í samræmi við lög, reglugerðir og samþykkta uppdrætti. Byggingarstjóri ræður iðnmeistara og ber iðnmeistari ábyrgð gagnvart byggingarstjóra og eiganda byggingarframkvæmda á að þeir verkþættir, sem hann tekur að sér að hafa umsjón með, séu unnir í samræmi við viðurkennda verkhætti, samþykkta uppdrætti, lög og reglugerðir. Víðtæk ábyrgð byggingarstjóra takmarkar á engan hátt ábyrgð iðnmeistara.
    Byggingarfulltrúi, sem framkvæmdarstjóri byggingarnefndar sveitarfélaga, ber hitann og þungann af eftirlitsskyldum hins opinbera. Byggingarfulltrúi ábyrgist ekki áreiðanleika gagna eða framkvæmda heldur er starf hans fyrst og frems í þágu almannahagsmuna og almenns öryggis. Opinber eftirlit kemur aldrei í stað eftirlit aðila og því geta aðilar verksamnings ekki í skjóli eftirlits byggingarfulltrúa slakað á eigin aðgæslu og vandvirkni við verk.
    Úttekt á verki er mikilvæg en þá er verk tekið út og metið hvort það uppfylli þau skilyrði og kröfur sem gerðar eru. Úttektir eru ýmist lögbundnar eða samningsbundnar. Byggingarfulltrú annast lögbundnar útttekir en samningsbundnar úttektir eru í höndum aðila verksamnings. Úttektir greinast svo í áfangaúttektir og lokaúttektir.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2443


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
pd_fixed.pdf636.34 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna