is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24449

Titill: 
  • Staða einstaklinga með tvíþættan vanda í Reykjavík
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Verkefni þetta er heimildaritgerð og er tilgangur verkefnisins að skoða stöðu einstaklinga sem glíma við tvíþættan vanda í Reykjavík. Farið verður í hvaða úrræði og stuðningur er í boði fyrir þennan hóp og hvert hlutverk félagsráðgjafans er við málaflokkinn. Leitast verður við að svara spurningunni hvort og þá hvernig megi gera betur í málefnum einstaklinga með tvíþættan vanda í Reykjavík.
    Mikill fjöldi einstaklinga glímir við geðræn vandmál einhvern tíman á lífsleiðinni en hægt er að horfa á ástæður geðraskana út frá þremur mismunandi sjónarhornum, læknisfræðilegu-, sálfélagslegu- og stimplunarsjónarhorni. Ýmsir þættir virðast skipta máli fyrir einstaklinga með geðraskanir og geta fjölskyldur þeirra og þátttaka þeirra í samfélaginu verið stórir áhrifaþættir í lífi þeirra. Margir einstaklingar sem greinast með geðröskun greinast einnig með fíkniröskun samhliða geðröskun sinni og hafa ýmsar kenningar verið settar fram um ástæður þess, meðal annars sú að einstaklingar með geðraskanir reyni að meðhöndla sjúkdómseinkenni sín sjálfir með notkunn vímuefna.
    Félagsráðgjafar vinna mikið og þarft starf í vinnu með einstaklingum með geðraskanir. Unnið er eftir heildarsýn, valdeflingu og er áhersla lögð á hjálp til sjálfshjálpar. Ýmiss lög er tengjast málaflokknum verða skoðuð sem og stefna Reykjavíkurborgar við málaflokkinn. Í lok verkefnisins eru þau úrræði sem í boði eru fyrir þessa einstaklinga skoðuð og sú hugmyndafræði sem þau vinna eftir auk þess sem gerðar verða tillögur að úrbótum er varða úrræðin.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24449


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FRG261L-Ágústa Sól Pálsdóttir.pdf704.81 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna