is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24467

Titill: 
  • Hvort hentar betur á Ísland, hlutlaus eða virk eignastýring?
  • Titill er á ensku Indexing versus Active Fund Management
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Markmið þessa verkefnis er að kanna hvor tegund fjárfestingarstefna, hlutlaus eða virk stýring, hentar betur á Íslandi. Út frá tilgátunni Hlutlaus stýring hentar betur á Íslandi eins og er þar sem markaðurinn er tiltölulega lítill, sprettur rannsóknarspurning þessarar ritgerðar: Hvort hentar betur á Íslandi, hlutlaus- eða virk eignastýring? Til þess að kanna þetta nánar var ákveðið að taka 2 sjóði fyrir hjá fjármálafyrirtækinu GAMMA. Annar sjóðurinn er vísitölusjóður í hlutlausri stýringu (GAMMA: Government Bond Index Fund) á meðan hinn er fjárfestingarsjóður í virkri stýringu (GAMMA: Total Return). Notast var við eigindlega rannsóknaraðferð, rætt var við sjóðsstjóra hjá GAMMA, Valdimar Ármann, og hann beðinn um að svara spurningum varðandi sjóðina. Spurningalista og svör má sjá í viðauka. Höfundur hefur áhuga á að komast að því hvort kostnaðurinn, sem sjóðir í virkri stýringu fela í sér, borgi sig miðað við ávöxtun þeirra.
    Svörin leiddu í ljós að Valdimar telur að markaðurinn á Íslandi sé heilt yfir óskilvirkur, en samt sem áður bentu ýmsir hlutir til þess að hann væri að einhverju leyti skilvirkur.
    megindleg rannsókn gerð árið 2014 til þess að markaðurinn bregðist skilvirkt við fréttaflutningi. Eftir athugun á gengi hlutabréfavísitölu GAMMA kom í ljós að vísitalan hefur verið að standa sig betur heldur en Total Return frá stofnun sjóðsins.
    Í ljós kom að það tíðkast að sjóðir í virkri stýringu eru að nýta sér hlutlausa sjóði í sinni eignasamsetningu og eru þar með að minnka áhættu sína. Þessi samnýtingarstefna var rannsakanda áður ókunn og heldur hann að það gæti verið áhugavert að kanna hana betur, til dæmis með megindlegri rannsókn. En það verður að bíða betri tíma.
    Áhugavert væri að sjá fleiri rannsóknir gerðar á þessu efni, hvort sem þær snúast um skilvirkni íslenska markaðarins, fjárfestingarstefnur á Íslandi, eða hvort tveggja. Rannsakandi vonast til þess að þessi ritgerð veki áhuga á arðbærari fjárfestingarkostum hérlendis og að hún hjálpi til við val á sjóðum fyrir almenna fjárfesta.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24467


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaútgáfa 10. maí.pdf403.01 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna