is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24479

Titill: 
  • Verðlagning hlutafjárútboða. Eru íslensk hlutafjárútboð undirverðlögð?
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Hlutabréfamarkaðurinn á Íslandi hefur verið afar fábrotinn síðan bankahrunið átti sér stað árið 2008 en nú fer fyrirtækjum sem skráð eru á aðallista Kauphallarinnar fjölgandi og líf að færast í markaðinn á ný. Verðlagning fyrirtækja sem stefna á almennt útboð og skráningu á markað í kjölfarið er mikil nákvæmnisvinna og þarf að huga að mörgum atriðum til þess að hún skili viðunandi niðurstöðu.
    Algengast er að verðmat sé annars vegar framkvæmt með sjóðstreymsigreiningu og hins vegar með samanburðargreiningu. Sjóðstreymisgreiningin byggir á því að virði fyrirtækis sé jafnt núvirtu framtíðar frjálsu fjárflæði þess. Algengast er að veginn fjármagnskostnaður fyrirtækisins sé notaður sem núvirðingarstuðull því hann tekur mið af rekstrarvogun fyrirtækisins, ávöxtunarkröfu fjárfesta og skatthlutfalli. Módelið sem oftast er notað til þess að reikna ávöxtunarkröfu fjárfesta er CAPM módelið en það tekur mið af áhættu fjárfestingarinnar, væntri ávöxtun markaðseignasafnsins og áhættulausum vöxtum. Sé samanburðargreining notuð við verðlagningu er markaðsvirði fyrirtækisins tengt við markaðsvirði sambærilegra fyrirtækja sem þegar eru skráð á markað. Fyrirtækið er borið saman við önnur sambærileg fyrirtæki og eru kennitölur, á borð við V/H hlutfall, notaðar til þess að finna viðeigandi verð á útboðið. Samanburðargreiningin tekur betur mið af aðstæðum á markaði hverju sinni er því góð leið til að meta hvað fjárfestar væru tilbúnir að borga mikið fyrir félagið.
    Þrátt fyrir allt er það samt þekkt um heim allan að flest frumútboð hlutabréfa seljist undir markaðsvirði, þ.e. útboðsgengið er lægra en dagslokagengi fyrsta viðskiptadags. Margar ástæður eru fyrir því, m.a. að umsjónaraðilinn sé að reyna að tryggja næga eftirspurn eða að þeir fjárfestar sem ekki eru fyllilega upplýstir taki þátt í útboðinu þrátt fyrir að upplýsingar séu ósamhverfar milli fjárfesta. Íslensk hlutafjárútboð eru engin undantekning en 8 af þeim 12 útboðum sem farið hafa fram síðan 2008 voru undirverðlögð og var meðalundirverðlagning þeirra allra 7,58%.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24479


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Verðlagning hlutafjárútboða - Lokaverkefni.pdf413.19 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna