is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24482

Titill: 
  • Ímynd og staða Verkís í huga verkfræðinema
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Viðfangsefni þessarar rannsóknar var að kanna ímynd og stöðu Verkís verkfræðistofu í huga verkfræðinema, út frá tólf ímyndaþáttum, ásamt spurningum tengdum vitund og staðfærslu. Allar spurningarnar voru settar fram út frá þremur stærstu verkfræðistofum á íslenska verkfræðimarkaðinum, Verkís, Eflu og Mannviti. Það var gert til að geta borið niðurstöður Verkís saman við tvo helstu samkeppnisaðila á markaðinum, ásamt því að minnka líkur á að þátttakendur áttuðu sig á því að rannsóknin og niðurstöður myndu vera túlkaðar út frá stöðu Verkís í huga verkfræðinema.
    Þátttakendur könnunarinnar voru nemendur við Háskóla Íslands og Háskólann í Reykjavík þar sem spurningalistinn var sendur með tölvupósti á 1.274 nemendur, ásamt ítrekun viku síðar á sama hóp. Spurningalistinn var einnig settur á Facebooksíður nokkurra nemendafélaga háskólanna til að fjölga svörum. Þátttakendur fengu mánuð til að svara áður en farið var í úrvinnslu og skrif á niðurstöðum. Við könnunina fengust 130 svör, þar af voru 76 karlar og 52 konur, flestir á aldrinum 21-30 ára. Helstu niðurstöður sýndu, að Verkís er fremur ofarlega í huga verkfræðinema þar sem fyrirtækið kom upp í huga næst flestra þátttakenda á eftir Eflu sem kom oftast upp, þegar spurt var hvaða verkfræðistofa kæmi fyrst upp í hugann þegar hugsað væri um verkfræðistofu. Niðurstöður sýndu einnig að meirihluti nemenda þekkir til verkfræðistofanna þriggja. Af tólf ímyndaþáttum eru þrír sem skera sig úr sem verkfræðinemar tengja sterkast við Verkís, þættirnir eru verkfræðilausnir, sérfræðiþekking og byggingar. Verkfræðinemar tengja sömu þrjá þætti við verkfræðistofurnar Eflu og Mannvit. Þegar verkfræðinemar voru spurðir hvað kæmi fyrst upp í hugann þegar hugsað væri um verkfræðistofuna Verkís voru átta þættir sem fyrirtækið hefur umfram Eflu og Mannvit. Þeir þættir eru gamalt, lýsing, ís, Kringlan, iðnaður, lausnir, samruni og blaklið. Fæstir myndu vilja starfa innan Verkís, sérstaklega yngri kynslóðin og konur. Niðurstöður sýndu að mun fleiri karlar en konur myndu vilja starfa hjá fyrirtækinu og þeir sem eldri eru, á aldrinum 31 árs og eldri. Flestar konur vildu starfa hjá Mannviti og þeir sem yngri eru hjá Eflu. Einnig voru nemendur sem stunda nám við rafmagns- og tölvuverkfræði í meirihluta þeirra sem vildu starfa hjá Verkís miðað við aðrar deildir innan Háskóla Íslands.

Samþykkt: 
  • 10.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24482


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
MS ritgerð_rafrænt.pdf1.96 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna