is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/2448

Titill: 
  • Lánaafleiður
Námsstig: 
  • Meistara
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Í ritgerðinni er fjallað um lánaafleiður, þ.e. samninga þar sem efndir samningsaðila byggja á lánstrausti þriðja aðila, nánar tiltekið um Single Name Credit Default Swaps eða CDS samninga eins og þeir eru nefndir í daglegu tali. Ritgerðin fjallar einkum tiltekna kafla staðlaðra samningsskjala, en síður um notkun CDS samninga í viðskiptum og efnahagsleg áhrif þeirra að öðru leyti.
    Ritgerðin fjallar þannig um þann tilgang CDS samninga að verja kaupanda fyrir lánaáhættu af ógjaldfærni og vanefndum tilvísunaraðila. Einnig var bent á að í mörgum tilvikum byggju kaupendur ekki við lánaáhættu af tilvísunaraðila þótt þeir keyptu vernd samkvæmt CDS samningi og að slíkt kynni að þykja óeðlilegt í einhverjum tilvikum. Þó er slíkt heimilt og mikið stundað.
    Niðurstaða ritgerðarinnar er að CDS samningar séu ekki vátryggingar eða veðmál, í fyrsta lagi vegna þess að slíkir samningar geta að minnsta kosti haft viðskiptalegan tilgang en í öðru lagi vegna þess að verðbréfalöggjöf gerir víða ráð fyrir lánaafleiðum, þar með töldum CDS samningum, sem fjármálagerningum, ekki sem vátryggingum eða veðmálum. Einnig var fjallað um heimildir og hæfi aðila til þess að gerast aðilar að afleiðusamningum og að hugsanlega séu CDS samningar ekki viðeigandi fjármálagerningar fyrir alla viðskiptavini banka og fjármálafyrirtækja. Auk þess var fjallað stuttlega um ástæður þess að samningsaðilar gerast aðilar að CDS samningum og um uppbyggingu lánaafleiðusamninga.
    Meginefni ritgerðarinnar laut hins vegar að uppgjörsskilyrðum CDS samninga og ákvörðun á skuldaatburðum. Fjallað var um þessi atriði með hliðsjón af 2003 ISDA Credit Derivatives Definitions og fræðiskrifum. Rétt er að hafa í huga að þótt ætlunin með CDS samningum sé að einangra lánaáættu þá er ekki víst að uppbygging þeirra tryggi í öllum tilvikum að kaupandi sé laus við lánaáhættu enda er hún sniðin að því að tryggja kaupanda fyrir tilteknum skuldaatburðum, oft aðeins að því er varðar tilteknar skuldbindingar. Þá má aldrei gleyma því að kaupandi býr við lánaáhættu af seljanda líka þó hún sé alla jafnan minni en lánaáhætta af tilvísunaraðila. Yfirleitt verður þó að telja að skuldaatburðir endurspegli þá atburði sem leitt gætu til, dregið gætu úr eða eytt lánstrausti.
    Eins og þeir dómar sem hafa verið reifaðir bera með sér, þá lúta samningarnir oft enskum rétti eða rétti New York ríkis í Bandaríkjunum enda eðlilegt þar sem aðilar að CDS samningum eru alþjóðleg stórfyrirtæki og viðkomandi réttarkerfi orðlögð fyrir túlka samninga samkvæmt orðanna hljóðan. Verður því jafnan að gera ráð fyrir því að skýringar þeirra réttarkerfa á hugtökum og inntaki samninganna séu leiðandi.

Samþykkt: 
  • 5.5.2009
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/2448


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
FINAL_fixed.pdf668.32 kBLokaðurHeildartextiPDF