is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24508

Titill: 
  • Tengsl siðferðis við flokkunarkerfi fyrirtækjamenningar
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Þegar fyrirtæki er leitt af stjórnendum á siðferðislega réttmætan hátt, munu starfsmenn þess fylgja sama fordæmi. Starfsmenn taka betri ákvarðanir á styttri tíma ef þeir hafa siðferðisreglur til að styðja sig við. Þetta eykur framleiðni og bætir almennan starfsanda í fyrirtækinu. Ákvarðanir sem teknar eru í fyrirtækjum geta bæði verið teknar af einstaklingum sem og teymum, en víst er að ákvarðanirnar eru undir áhrifum af fyrirtækjamenningunni sem er til staðar í fyrirtækinu. Með fyrirtækjamenningu er átt við þau gildi og hegðun sem eiga sér stað á vinnustað og skilgreinir hvernig starfsmenn eiga samskipti hvor við annan. Fyrirtækjamenning á það til að vera frekar gefin í skyn heldur en skilgreind og þróast í gegnum tímann eftir því hverjir eru ráðnir inn í fyrirtækið og hverjir skilja við það. Hægt er að skipta fyrirtækjamenningu niður í flokka en til eru mörg mismunandi flokkunarkerfi sem flokka eftir mismunandi áhrifaþáttum.
    Markmið rannsóknarinnar var að skoða hver tengslin væru á milli siðferðis og tveggja ákveðinna flokkunnarkerfa fyrirtækjamenningar. Flokkunarkerfin sem voru til skoðunar eru eftir Charles Handy, annars vegar og Deal og Kennedy, hins vegar. Gerð var megindleg rannsókn sem var í formi rafrænnar spurningakönnunar og var henni dreift á samfélagsmiðlinum Facebook.
    Tengsl voru skoðuð í hvoru flokkunarkerfi fyrir sig og síðar borin saman. Niðurstöður þessarar rannsóknar sýndu fram á að veik tengsl væru á milli siðferðis og áðurnefndra flokkunarkerfa fyrirtækjamenningar. Tengslin í flokkunarkerfi Handy voru þó eilítið sterkari en þau í flokkunarkerfi Deal og Kennedy. Þegar tengslin eru svona veik er ekki hægt að ætla að samskonar siðferðiskennd sé til staðar í fyrirtækjum sem flokkuð eru í sama flokk fyrirtækjamenningar.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24508


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaskjal.pdf598.46 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna