is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24512

Titill: 
  • Lánasjóður íslenskra námsmanna: Starfsemi, áhættuþættir og varnir gegn þeim
  • Titill er á ensku Icelandic Student Loan Fund: Operation, Risk Factors and Risk Mitigations
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Lánasjóður íslenskra námsmanna gegnir mikilvægu hlutverki í íslensku samfélagi. Hlutverk hans er að veita þeim sem undir lög hans falla tækifæri til náms án tillits til efnahags. Sjóðurinn er fjármagnaður af endurgreiðslum eldri námslána og þeim vöxtum sem þau bera, ríkisframlagi og lánsfé. Útlán sjóðsins bera lægri vexti en gengur og gerist á hinum almenna lánamarkaði og vegna þeirra er útlánastarfsemi hans rekin með tapi. Vegna tapsins býr lánasafn sjóðsins yfir sérstöðu þar sem fjármögnunarvextir sjóðsins eru ívið hærri en útlánavextir. Vaxtamunur þess er fjármagnaður með fjárframlagi frá hinu opinbera og má telja sem vaxtaafslátt til lánþega sjóðsins.
    Lánasjóður íslenskra námsmanna stendur frammi fyrir ýmsum áhættum. Þær sem hæst ber að nefna eru fjárhagslegar áhættur og rekstraráhættur. Fjárhagslegar áhættur hafa áhrif á fjárhag sjóðsins, þá sérstaklega útlánastarfsemi, endurheimtur og afskriftir útlána. Rekstraráhættur snúa að starfsemi sjóðsins, almennum rekstri hans og utanaðkomandi áhrifum annarra aðila. Rekstraráhættur þessar geta einnig haft fjárhagsleg áhrif á sjóðinn. Þar ber hæst að nefna undanþágur sem veittar eru af sjóðnum. Til að sporna við þessum áhættum væri hægt að fara í breytingar á lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna nr. 21/1992, breytingar á útlánareglum hans, aukna upplýsingaskyldu, bætt innra eftirlit og betri skilgreiningar á verkferlum.
    Í verkefni þessu var leitast eftir að gera grein fyrir starfsemi Lánasjóðs íslenskra námsmanna, þeim áhættum sem sjóðurinn stendur frammi fyrir og settar voru fram tillögur að vörnum gegn þeim áhættum. Þær áhættur sem vega mest fyrir rekstur sjóðsins eru starfsmannaáhætta, áhætta tengd innri verkferlum, áhætta tengd tækni, atburðaáhætta, lagaleg og pólitísk áhætta.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24512


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaverkefni-Elsa Petra Björnsdóttir.pdf842.88 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna