is Íslenska en English

Lokaverkefni (Meistara)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > Meistaraprófsritgerðir - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24519

Titill: 
  • Eru starfsmenn í grunnskólum Hafnarfjarðar með jákvæð viðhorf gagnvart SMT og því breytingaferli sem átti sér stað við innleiðingu kerfisins á þeirra vinnustað?
Námsstig: 
  • Meistara
Útdráttur: 
  • Margir grunnskólar hér á landi hafa tekið upp samræmt kerfi til að vinna með óæskilega hegðun nemenda og til að fyrirbyggja hegðunarerfiðleika. SMT skólafærni (e. School management training) er eitt slíkt kerfi sem leggur áherslu á að styrkja jákvæða hegðun nemenda, vinna með erfiða hegðun og einnig að reyna að fyrirbyggja hegðunarfrávik með notkun ákveðinna verkfæra. Markmið með þessari rannsókn var tvíþætt; (1) Að kanna viðhorf kennara í Hafnarfirði gagnvart innleiðingu SMT á sinn vinnustað og hvernig reynsla þeirra er af kerfinu. (2) Athuga hvort finna megi samband á milli bakgrunnsbreytanna og spurninganna til að sjá hvort ákveðinn hópur kennara sé líklegri en annar til að hafa neikvætt viðhorf gagnvart SMT. T.d. hvort munur sé á milli kynja, aldurshópa, starfsaldurshópa eða teymisvinnu tengdri SMT, og hvort einhver hópur reyni jafnvel að vinna á móti kerfinu til að koma í veg fyrir að kerfið festist í sessi.
    Til að meta þessa þætti fór fram megindleg rannsókn þar sem rafrænn spurningalisti var sendur á alla grunnskólakennara sem starfa hjá Hafnarfjarðarbæ. Niðurstöður benda til þess að kennarar í Hafnarfirði eru frekar jákvæðir gagnvart SMT og þeim breytingum sem kerfið hafði á þeirra starfshætti. Það kom í ljós að hægt var að skipta þátttakendum niður í fjóra flokka út frá því hvort þeir væru mjög jákvæðir gagnvart kerfinu, hlutlausir, ekki með eins mikla trú á því og að síðustu hvort þeir sýndu andstöðu gegn SMT kerfinu. Út frá niðurstöðum var hægt að sjá hverjir röðuðust í þann flokk sem var hvað neikvæðastur gagnvart SMT. Þeir sem voru líklegastir til að sýna slík viðhorf voru aðallega þeir sem ekki höfðu PMT grunnmenntun né höfðu setið í teymisvinnu tengdri kerfinu. Einnig voru það kennarar sem kenndu aðallega í unglingadeild og voru umsjónarkennarar. Á heildina litið voru flestir kennarar ánægðir með SMT og fannst mikilvægt að allir innan skólans myndu nota kerfið á samræmdan hátt.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24519


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
meistararitgerðin - lokaeintak til prentunar.pdf1.39 MBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna