is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24547

Titill: 
  • Afleiður, áhætta og áhættuvarnir. Áhrif innleiðingu hlutans um áhættuvarnarreikningsskil í IFRS 9
Námsstig: 
  • Bakkalár
Útdráttur: 
  • Árið 2008 skall á mikið efnahagshrun í sögu lýðveldisins. Ein af ástæðum þessarar holskeflu er talin vera afleiður. Þær eru verðbréf sem eru háð annarri eign eða eignum um verð sitt. Afleiður skiptast í framvirka og framtíðar samninga, valréttarsamninga og skiptisamninga. Framvirkir og framtíðar samningar eru fjármálagerningar þar sem tveir aðilar gera samning um að annar þeirra selji hinum eign í framtíðinni á fyrirfram ákveðnu verði og tíma. Valréttarsamningar eru samningar sem gefa aðila rétt til að kaupa eða selja eign á fyrirfram ákveðnu verði og tíma. Skiptisamningar eru samningar um að aðilar skipti á ákveðnum eignum á fyrirfram ákveðnu verði og tíma.
    Hægt er að nota afleiðuviðskipti til að verja eignir gegn óhagstæðum breytingum í virði þeirra. Þetta er kallað áhættuvörn. Áhættuvarnir líta gjarnan illa út í reikningsskilum fyrirtækja. Ef þær eru skilvirkar eru þær einar og sér mjög áhættusamar. Hægt er að skrá þær í áhættuvarnarreikningsskil til að sýna áhrif þeirra á eignina sem þeim er gert að verja.
    IFRS 9 er nýr alþjólegur reikningsskilastaðall sem gefinn er út af alþjólega reikningsskilaráðinu (e. IASB). Þessi staðall kemur í stað ISA 39 og á að koma í veg fyrir að önnur eins kreppa skelli aftur á. IFRS 9 skiptist í þrjá hluta; flokkun og mat, virðisrýrnun og áhættuvarnarreikningsskil. Flokkun og mat hluti staðalsins hefur engar umtalsverðar breytingar en virðisrýrnunarhluti nýja staðalsins einblínir á að flýta fyrir viðurkenningu virðisrýrnunar eigna og skulda. Þó að það sé mikilvægur hluti staðalsins verður ekki farið ítarlegra ofan í hann. Áhættuvarnarreikningsskilahluti nýja staðalsins gerir það auðveldara fyrir fyrirtæki að notast við hann og þá verja sig gegn eða dreifa áhættu. Til eru þrjár tegundir áhættuvarnartengsla; gangvirðisvörn, sjóðstreymisvörn og áhættuvörn vegna hreinnar fjárfestingar í erlendum rekstri.
    Ekki er búið að innleiða IFRS 9 hér á landi en búist er við því að fyrirtæki þurfi að notast við hann frá og með reikningsskilatímabilum sem hefjast 1. janúar 2018 eða síðar. Fjallar ritgerðin um afleiður áhættuvarna og hver hugsanleg áhrif af innleiðingu hins nýja staðals verða fyrir fjármálafyrirtæki.

Samþykkt: 
  • 11.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24547


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
Lokaritgerð - Lena Katarína Lobers-loka.pdf602.98 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna