is Íslenska en English

Lokaverkefni (Bakkalár)

Háskóli Íslands > Félagsvísindasvið > B.A./B.Ed./B.S. verkefni - Félagsvísindasvið >

Vinsamlegast notið þetta auðkenni þegar þið vitnið til verksins eða tengið í það: http://hdl.handle.net/1946/24572

Titill: 
  • Fjármálamarkaður skammtímalána: Neyslulán til einstaklinga
Námsstig: 
  • Bakkalár
Leiðbeinandi: 
Útdráttur: 
  • Viðskiptakostnaður í fjármagnsviðskiptum er hornsteinn þess að fjármálaleg milliganga er stunduð en megintilgangur hennar að leiða saman hópa þeirra sem eiga fjármagn umfram þarfir sínar og hópa þeirra sem eru í fjármagnsþörf. Viðskiptabankar hafa mikla hlutfallslega yfirburði þegar kemur að því að þekkja fjárhag viðskiptavina sinna. Bankar skammta það fjármagn sem lánað er og beina því markvisst til skilvísra lántakenda.
    Fjármálamarkaðir lúta gríðarmiklu regluverki og það hefur lengi tíðkast að löggjafinn reyni að móta og stýra því hvernig fjármálamarkaðurinn starfar. Nýlega tóku gildi lög um neytendalán nr. 33/2013 með ákvæði sem leggur hámark á leyfilega vexti, en áhrif vaxtaþaks eru þau að heildarvelferð fjármagnsmarkaðar dregst saman. Ákvæðið var umdeilt bæði á þingi og á milli ólíkra hagsmunaðila úr atvinnulífinu. Þó var tilgangur hámarksins að girða fyrir svonefnda okurlánastarfsemi sem smálánafyrirtækin voru sögð stunda.Mikið var um skuldsetta einkaneyslu í aðdraganda hrunsins og eftir að hafa toppað í miðju hruni hefur útgengin yfirdráttarheimild banka lækkað jafnt og þétt. Einnig er notkun á greiðslukortum einstaklinga að breytast og kreditkort eru nú notuð í meiri mæli. Nýlega var Netgíró stofnað en starfsemin einskorðast við að veita neytendum fyrirgreiðslu með því að fjármagna neyslu neytenda og hefur notið mikilla vinsælda.Niðurstöður leiða í ljós að markaður smálána og Netgíró hefur stækkað og því ljóst að eftirspurn er eftir fjármögnun annars staðar frá en frá bönkum. Með fræðslu má bæta fjármálalæsi og þá veigamiklar ákvarðanir neytenda í fjármálum.

Samþykkt: 
  • 12.5.2016
URI: 
  • http://hdl.handle.net/1946/24572


Skrár
Skráarnafn Stærð AðgangurLýsingSkráartegund 
BSritgerð-Loka123.pdf920.82 kBOpinnHeildartextiPDFSkoða/Opna